Réttlæti?

Ég er kannski eitthvað að misskilja þetta en...

Bretar neita að borga innistæður í KSF, sem var breskur banki í eigu íslendinga. Á sama tíma snúa þeir upp á höndina á okkur og vilja að við borgum skuldir vegna Icesave. Af hverju eigum við að borga á meðan bretar neita að borga fyrir nákvæmlega sama hlutinn????


mbl.is 100.000 undirskriftir vegna taps KSF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgun ? (með stóru ?)

Þetta hljómar barasta ágætlega svona við fyrstu sýn. EN...

Hverjir munu ráða ferðinni ef að álframleiðandi er kominn með svona mikið af jöklabréfum í sýnar hendur? Verður viðkomandi kominn með kverkatak á okkur þegar sú staða er komin upp?


mbl.is Eigendur jöklabréfa fjármagni álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er álið málið????

Ef að maður tekur umhverfismálin út fyrir þetta dæmi núna þá má velta ákveðnum hlutum með fleiri álver fyrir sér og hversu góð þau séu til að redda okkur út úr vandanum sem við erum í núna.

  1. Álver verða ekki byggð á morgun eða næsta ári. Framleiðendur hafa ekki fjármagn umfram aðra (allir vita hversu erfitt er að nálgast það í dag) auk þess sem eftirspurn hefur minnkað og þar með þörf á nýjum álverum. Álversbyggingar geta líklega fyrst farið af stað um það leiti sem efnahagslífið fer að rétta úr kútnum, þar með talið hér á landi.
  2. Í dag er álútfluttningur um einn þriðji af útfluttningstekjum okkar íslendinga, rétt rúmlega það ef ég man rétt. Þegar búið er að byggja álver í Helguvík og á Húsavík verður þetta hlutfall mun meira, líklega yfir helmingur af tekjum okkar.

Þegar mögulegt verður að fara af stað í byggingu álvera, verður þá einhver þörf á slíkri innspýtingu lengur? Þetta er ekkert sem getur reddað okkur hér og nú. Viljum við verða svo háð álverunum sem allt stefnir í? Hvernig verður það þegar Alcoa verður komið með tvö risaálver á landinu og hafa þar með áhrif á kannski 1/4 af útfluttningstekjum okkar, verðum við ekki alveg undir hæl þeirra? Eða þegar Rio Tinto verður komið með álíka mikil áhrif? Er þetta virkilega það sem við viljum??

Umhverfismál eru síðan sér kafli sem ég ætla ekki að fara út í hér.


mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já já..

Sumir eru þverari en andskotinn, eða jafnvel handbendi hans mundu sumir segja. Big Dick Cheney vill frekar vísa í skýrslurnar sem sýna "árangur" þessara "yfirheyrsluaðferða" sem eru ekkert annað en pyntingar. Hann, eins og sumri aðrir, eru ekki að fatta það að upplýsingar og viðurkenningar á glæpum fengnar með þessum hætti eru gangslausar með öllu. Það er hægt að fá menn til að játa hvað sem er þegar þeir gefast upp, sem allir gera á endanum. Ef þeir væru spurðir um hvort þeir hefðu skotið Kennedy og sökkt Titanic mundu þeir svara játandi.

Ég er að vísu sammála því að það ætti að birta yfirheyrsluskýrslurnar sem Big Dick vill birta. Ef þær eru sannar og réttar þá ætti að sjást þar svart á hvítu hversu lélegar og ósannar upplýsingar koma upp úr föngunum. Hef að vísu grun um að þessar skýrslur séu ekki sannar og réttar, að ónýtu upplýsingarnar og annað sem gæti dregið úr "gildi" upplýsinganna hafi verið tekið út.


mbl.is Cheney: Mistök að birta yfirheyrsluskýrslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undanþága frá hverju?

Það hefur tíðkast hjá okkur íslendingum að fá undanþágur vegna "sér-íslenskra aðstæðna". Í þessari frétt virðist sem Flugráð vilji sækja um undanþágu frá tilskipun Evrópubandalagsins (heitir það ekki Evrópusamband í dag annars?) þó svo að þessar sömu aðstæður eiga við alstaðar, og eru því ekki sér-íslenskar.

En hvað er það í þessu tilfelli sem er verið að reyna að fá undanþágu frá? Er það vegna losunarheimildar CO2 eða til að þurfa ekki að safna reynslu til að eiga möguleika á undanþágu? Miðað við fréttina þá er stutt í að menn þurfa að fara að safna þessari reynslu vegna reglna um losunarheimildir (takmarkanir eða gjald á CO2) sem taka gildi síðar (veit ekki hvenær en 2012 kemur einhverra hluta vegna strax upp í hugann).

Vilja menn losna við að safna þessari reynslu og upplýsingum? Eru þessar upplýsingar ekki einmitt grunnurinn að því kerfi sem kemur í kjölfarið og ráða því hvort við fáum undanþágu á einhvern hátt?

 

ps.
Þar sem ég hef skammast yfir illa skrifuðum fréttum þá ákvað ég aðeins að lagfæra textann hjá mér. Ég vona að hann hafi eitthvað skánað.


mbl.is Brýnt að fá undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um fyrstu grænu...?

Þetta er nánast sama fréttin og í gær nema hér er ekki minnst á að þetta sé fyrsta græna kapalverksmiðja heimsins. Hvað varð um þetta græna?

Fréttin frá því í gær


mbl.is Vilja reisa hér kapalverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta græna...?

Þetta er athygliverð frétt og hljómar barasta ekki svo illa. En hvað er átt við með að þetta sé fyrsta græna kapalverksmiðja heimsins? Er það orkan sem fer í framleiðsluna? Ég held að það sé alveg góður möguleiki á því að einhversstaðar séu svona kaplar framleiddir með endurnýjanlegri orku þannig en ekki er hægt að útiloka að allar heimsins kapalverksmiðjur noti rafmagn framleitt með jarðefnaeldsneyti.

Er það eitthvað annað í framleiðslunni? Ef svo er þá væri forvitnilegt að fá að vita hvað það er, svona ef það á að selja manni það að þetta sé græn framleiðsla.

Annars hljómar svona verksmiðja ekkert illa svona í fljótu bragði.


mbl.is Vilja reisa fyrstu grænu kapalverksmiðju heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um fréttaflutning...

Ég hef kvartað yfir lélegum fréttaflutningi á vefmiðlum áður og fer þetta að verða að föstum lið í nöldurhorninu. Í þessari frétt stendur "Ofbeldið kom upp þegar stúdentar mótmæltu...." sem verður líklega ekki talið til góðrar íslensku. Ég er ekki neinn sérstakur áhugamaður um íslenskt málfar enda ekki mannanna bestur endilega í þeim efnum. Sumt bara stingur svo í stúf að ég get ekki orða bundist.

Ég verð að vísu að viðurkenna að ég sé alveg hvað liggur á bak við þetta hjá höfundi fréttarinnar, eða þýðanda réttarasagt. Stundum þá geta einfaldar þýðingar staðið alveg þvert í mönnum eins og ég held að hljóti að vera málið hér. Stundum borgar sig að setja hlutina til hliðar í nokkrar mínútur og lesa síðan aftur yfir og eins hefði maður haldið að einhver ritstjóri læsi textann yfir áður en hann er birtur. Að minnsta kosti ættu fleiri en einn að lesa áður en þetta er sett út á netið á meðan nokkrar mínútur til eða frá í birtingu skipta ekki máli.


mbl.is Tugir slasast í átökum nema og lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær ætli það verði svo virkt???

Smá skot á fréttaflutninginn. Fréttin kemur á netið þegar g-mail er búið að vera óvirkt í nokkurn tíma og rétt á eftir kemst það í lag. Síðan er liðnir að verða ... hvað 5 tímar? Og engin frétt, hvorki ný né viðbót við þessa frétt er komin um það.

mbl.is - fyrstir með fréttirnar Wink


mbl.is Gmail þjónustan liggur niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta með fréttamenn.....

..og ritstjóra. Kunna menn ekki að lesa eða nenna menn því ekki. Að minnsta kosti virðist höfundur þessarar fréttar ekki hafa lesið eða alls ekki skilið það sem hann hefur lesið. Þetta var ekki bygging sjónvarpsstöðvarinnar sem brann heldur hótelbygging. Það var meira að segja frétt á mbl.is um þennan bruna í gærkveldi;

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/02/09/40_haeda_hahysi_i_ljosum_logum/

 


mbl.is Sjónvarpsstöð brennur í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband