Færsluflokkur: Umhverfismál

Undanþága frá hverju?

Það hefur tíðkast hjá okkur íslendingum að fá undanþágur vegna "sér-íslenskra aðstæðna". Í þessari frétt virðist sem Flugráð vilji sækja um undanþágu frá tilskipun Evrópubandalagsins (heitir það ekki Evrópusamband í dag annars?) þó svo að þessar sömu aðstæður eiga við alstaðar, og eru því ekki sér-íslenskar.

En hvað er það í þessu tilfelli sem er verið að reyna að fá undanþágu frá? Er það vegna losunarheimildar CO2 eða til að þurfa ekki að safna reynslu til að eiga möguleika á undanþágu? Miðað við fréttina þá er stutt í að menn þurfa að fara að safna þessari reynslu vegna reglna um losunarheimildir (takmarkanir eða gjald á CO2) sem taka gildi síðar (veit ekki hvenær en 2012 kemur einhverra hluta vegna strax upp í hugann).

Vilja menn losna við að safna þessari reynslu og upplýsingum? Eru þessar upplýsingar ekki einmitt grunnurinn að því kerfi sem kemur í kjölfarið og ráða því hvort við fáum undanþágu á einhvern hátt?

 

ps.
Þar sem ég hef skammast yfir illa skrifuðum fréttum þá ákvað ég aðeins að lagfæra textann hjá mér. Ég vona að hann hafi eitthvað skánað.


mbl.is Brýnt að fá undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta græna...?

Þetta er athygliverð frétt og hljómar barasta ekki svo illa. En hvað er átt við með að þetta sé fyrsta græna kapalverksmiðja heimsins? Er það orkan sem fer í framleiðsluna? Ég held að það sé alveg góður möguleiki á því að einhversstaðar séu svona kaplar framleiddir með endurnýjanlegri orku þannig en ekki er hægt að útiloka að allar heimsins kapalverksmiðjur noti rafmagn framleitt með jarðefnaeldsneyti.

Er það eitthvað annað í framleiðslunni? Ef svo er þá væri forvitnilegt að fá að vita hvað það er, svona ef það á að selja manni það að þetta sé græn framleiðsla.

Annars hljómar svona verksmiðja ekkert illa svona í fljótu bragði.


mbl.is Vilja reisa fyrstu grænu kapalverksmiðju heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband