Áfram sukkað?

Miðið við þessa frétt eiga starfsmenn ekki að fá bónus fyrir vinnu í ónýtum banka, þvert ofan á allar fréttir í gær. Maður verður að vona að þetta sé rétt.

Aftur á móti er gert ráð fyrir starfsmenn fái bónusa þegar búið er að koma bankanum aftur á flot. Menn gera sem sagt ráð fyrir að sama sukkið og vitleysan verði áfram. Telja menn þetta bara eðlilegan hlut, að starfsmenn fái fáránlega bónusa við það að græða sem hraðast (á pappírum) óháð því hvað gerst daginn eftir? Það þarf virkilega að taka til í þessum málum og jafnvel hugarfari ansi margra auk þess að setja stífar reglur um bónusa og aðrar sporslur.


mbl.is Gert ráð fyrir 50% endurheimtum af kröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Segjum sem svo að  endurheimtur verði 70%, þá fær þessi Óttar Pálsson löggiltur rukkari u.þ.b. 1 milljarð í bónus ef þessar tillögur ganga eftir.  Það er nú í hærri kantinum, sérstaklega þegar haft er í huga að þetta fólk er bara þrfía upp skítinn eftir sjálft sig.

Guðmundur Pétursson, 19.8.2009 kl. 14:23

2 identicon

Af hverju er ekki leitað til hæfileikaríks fólks sem í dag er t.d. á atvinnuleysisskrá og Straumur losaður við þessa ofurlaunamenn (þá er ég ekki að meina venjulega starfsmenn sem eru á skikkanlegum launum).  

Þarna er nefnilega verið að hluta til að þrífa upp skítinn eftir sukk.  Ég get engan veginn fengið það til að ganga upp í mínum huga hvernig fólkið sem vann þarna og ekki síst yfirmenn, geta verið taldir hæfir til þess að vinna að því að hámarka eignir fyrirtækis (banka) sem er í raun gjaldþrota.

Alla núverandi starfsmenn þessa "ónýta" banka ætti að lækka niður í venjuleg laun bankamanna (skv. kjarasamningum).  Þeir sem ekki sætta sig við það geta bara hætt og skráð sig á atvinnuleysisskrá. 

Takist að koma bankanum aftur á flot, þá hefst algjörlega nýtt tímabil í sögu hans og byrja þarf á byrjunarreit, ekki síst í mannaráðningum og þar með launakjörum.

Ef menn eru ráðnir vegna þess að þeir beri ábyrgð, þá verða þeir líka að axla ábyrgð ef illa fer, til dæmis með því að skila himinháum bónusum til baka.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband