Færsluflokkur: Bloggar
21.4.2009 | 10:25
já já..
Sumir eru þverari en andskotinn, eða jafnvel handbendi hans mundu sumir segja. Big Dick Cheney vill frekar vísa í skýrslurnar sem sýna "árangur" þessara "yfirheyrsluaðferða" sem eru ekkert annað en pyntingar. Hann, eins og sumri aðrir, eru ekki að fatta það að upplýsingar og viðurkenningar á glæpum fengnar með þessum hætti eru gangslausar með öllu. Það er hægt að fá menn til að játa hvað sem er þegar þeir gefast upp, sem allir gera á endanum. Ef þeir væru spurðir um hvort þeir hefðu skotið Kennedy og sökkt Titanic mundu þeir svara játandi.
Ég er að vísu sammála því að það ætti að birta yfirheyrsluskýrslurnar sem Big Dick vill birta. Ef þær eru sannar og réttar þá ætti að sjást þar svart á hvítu hversu lélegar og ósannar upplýsingar koma upp úr föngunum. Hef að vísu grun um að þessar skýrslur séu ekki sannar og réttar, að ónýtu upplýsingarnar og annað sem gæti dregið úr "gildi" upplýsinganna hafi verið tekið út.
Cheney: Mistök að birta yfirheyrsluskýrslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.2.2009 | 13:01
Hvernig er þetta með fréttamenn.....
..og ritstjóra. Kunna menn ekki að lesa eða nenna menn því ekki. Að minnsta kosti virðist höfundur þessarar fréttar ekki hafa lesið eða alls ekki skilið það sem hann hefur lesið. Þetta var ekki bygging sjónvarpsstöðvarinnar sem brann heldur hótelbygging. Það var meira að segja frétt á mbl.is um þennan bruna í gærkveldi;
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/02/09/40_haeda_hahysi_i_ljosum_logum/
Sjónvarpsstöð brennur í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.8.2008 | 13:15
Já já.....
Heimsmarkaðsverð lækkar, bensín hér hækkar....
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/08/08/oliuverd_undir_116_dolum/
Ég er hættur að skilja, ekki það að ég hafi nokkurn tíma gert það......
Eldsneyti hækkar í verði hjá N1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2008 | 20:15
Dómaraskandall...?
Þá er búið að skipa nýjan dómara hjá mér. Eins og fólk hefur líklega tekið eftir þá hefur þetta verið örlítið umdeilt. Hvers vegna?
1. Viðkomandi dómari er skyldur gömlum pólitíkus sem er að því sagt er ennþá með nokkuð góð ítök. Spilling??
Spilling í einhverri mynd er líklega það sem mörgum dettur í hug. Ef þetta væri í Zimbabwe mundi enginn efast um að þetta væri ekkert nema spilling, á Kúpu væri þetta eðlilegur hluti af stjórnarháttum (sem þykja yfirleitt ekki mjög lýðræðislegir). Er það sama í gangi hér?
2. Hva, hann hlýtur að vera hæfur, hann má ekki gjalda fyrir hver pabbi er.
Já, hann er hæfur. Það voru 3 sem þóttu hæfastir í áliti nefndarinnar sem fjallar um þetta samkvæmt lögum. En... þessi var ekki einn af þessum þremur heldur tveimur flokkum neðar... hmm.. skoða lið eitt betur kannski?
3. En það er ráðherra sem ræður....
Já, svo er víst. Var ekki nefndin sett inn samt til þess að hæfasti maður yrði ráðinn í hvert sinn? Verst hvað það var lítið farið í þessi lög í líffræðinni...
4. Ráðherra segir að dómnefndin hafi ekki unnið sína vinnu nógu vel og að viðkomandi maður hafi verið hæfari en þeir 3 sem voru taldir hæfastir, og þeir sem komu næst á eftir....
Ef ég fæ í hendur álit sem mér finnst illa unnið í minni vinnu þá er vaninn að tala við viðkomandi og reyna að fá hlutina bætta eða skýrða betur, sérstaklega ef það er ekki beint á mínu sviði. Það er samt gott að ráðherra hafi lært meira í lögfræði en ég í líffræðinni (er hann ekki dýralæknir eða er það misminni?)
5. Ráðherra tók ákvörðun um val á dómara að vel ígrunduðu máli, það hlýtur að vera rétt.
Hann er fljótar að hugsa miðað við fréttir af tímasetningum. Hann er bara nokkra klukkutíma að fara yfir álit nefndarinnar og gögn umsækjanda og sér það strax þvílíkt bull þessi nefnd er með og hver er hæfastur.
6. Ég verð að passa mig að brjóta ekkert af mér til að sjá ekki hversu góður þessi dómari er
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 22:03
Jól á réttum tíma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 17:03
Jafnrétti á réttri leið
Ég renndi í gegn um bloggin mín og sá að þau voru á heildina litið frekar mikið nöldur út af hinu og þessu (ekki allt samt). Ég hóf því leit að einhverju sem ég gæti verið jákvæður út af
Eftir mikla leit sá ég að það er kanski ekki af ástæðulausu sem lítið er af "jákvæðni" hérna hjá mér. Fréttirnar eru frekar lítið jákvæðar.
Titillinn á þessari var þú mjög jákvæður en þegar fréttin er skoðuð sést að konur eru samt innan við 20% af þingmönnum. Þetta hlýtur þó að vera á réttri leið, þetta er meira en er að meðaltali á evrópsku þingunum, þeim fer fjölgandi í Frakklandi og um helmingur ráðherra er kvenkyns. Það eru því nægar ástæður til að segja að þetta sé jákvætt.
Aldrei fleiri konur á franska þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 22:50
Sjálfbær þróun?
Þó ég sé umhverfisverndarsinni og vill frekar láta náttúruna njóta vafans þá er ég ósammála þessari niðurstöðu Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ástæðan? Það er jú ekki verið að tala um mikinn fjölda og ekki af stofnum sem eru í útrýmingarhættu. Svo lengi sem veiðunum er stjórnað á sjálfbæran hátt get ég ómögulega séð að nokkur rök séu fyrir því að stunda þær ekki. Alþjóða hvalveiðiráðið er því miður fyrir löngu orðið að Alþjóða? hvalverndunarsamtökunum.
Samtökin eru að grafa undan sjálfum sér hægt og rólega því á endanum munu þær þjóðir sem vilja veiða hval hætta að slást þarna og veiða hvalinn. Líklega mun hver þjóð stjórna veiðunum en er það öruggt að svo verði og hversu góð verður sú stjórnun? Ég held því að ráðið ætti að snúa við blaðinu og setja strangar reglur um hvalveiðar, hvað má veiða, hvar, hversu mikið, aðferðir o.s.frv. Þetta er svona álíka gáfulegt og að Skotvís (Skotveiðifélag Íslands) hefði barist gegn því að rjúpuveiðar yrðu leyfðar aftur um ókomin ár, óháð því hvort stofninn hefði stækkað eða ekki.
Síðan vegur líka svolítið í skoðunum mínum að hvalkjöt er svo désskoti gott
Ályktun um að hvalveiðibann sé enn nauðsynlegt samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 22:38
Kraftaverk eða pólitík?
Miðað við orð eins höfuðandstæðing umhverfismála þá geta kraftaverk gerst, nema að eitthvað annað búi að baki sem ég trúi því miður alveg upp á karlinn. Eitt af hans fyrstu verkum sem forseti var að draga Bandaríkin út úr mögulegri aðild að Kyoto sáttmálanum. Hann hefur lengi lagt stein í götu þeirra landa sinna sem hafa reynt að bæta umhverfismál, ekki bara varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Hann og fylgismenn hans (eða er það öfugt?) hafa reynt að halda því fram beint og óbeint að gróðurhúsaáhrifin séu ekkert vandamál (kannski af því að fylgismenn hans tengjast olíu- og orkugeiranum örlítið?).
Miðað við þessa frétt er hann að skipta um skoðun og kominn tími til. Hvað hann hefur gert til þess að ýta undir þróun í umhverfisvænni átt hef ég alveg misst af, það hefur verið einkaátakið og staðbundin stjórnvöld sem hafa verið þarna í fararbroddi, með aðstoð og að ákveðnu leiti vegna þrýsting frá umhverfisverndarsamtökum. Núna bíða yfirvöld í Kaliforníu í ofvæni eftir því hvort slegið verði á puttana á þeim vegna reglna sem þeir hafa sett um orkunýtingu bíla eftir nokkur ár. Fleiri ríki bíða líka eftir úrskurðinum því þeim fer fjölgandi sem vilja setja slíkar reglur. Miðað við fréttir gera menn frekar ráð fyrir því að það verði slegið á puttana á þeim, frekar fast.
En þetta gæti líka verið pólitískt útspil hjá karlinum. Það er nokkuð ljóst að losun gróðurhúsalofttegunda verðu stórt umræðuefni á G-8 fundinum og Bandaríkin hafa verið í hlutverki vonda karlsins í þeim efnum hingað til.
En, batnandi mönnum er best að lifa
Bush vill ræða ný markmið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007 | 23:14
Loksins...
Mikið verður gott að geta farið út án þess að reykja 1 pakka á klukkutíma, óbeint. Einhversstaðar sá ég að Írar hafi brugðist allt öðruvísi við en Skotinn gerir miðað við það sem Kormákur segir. Þar drógst aðsókn að vísu saman í byrjun en í dag er aðsókn meiri en áður. Þeir sem ekki reyktu (fer sem betur fer sífellt fjölgandi) fóru að koma á pöbbana en áður sátu þeir heima. Þeir sem reykja fara líka ennþá á pöbbana, kanski ekki jafn mikið en þeir hætta því ekki. Á heildina litið er sem sagt meira að gera á pöbbunum en áður og gestir (og starfsmenn) líður betur.
Ég gæti að vísu bara verið að bulla eða dreyma.......
Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 16:53
365....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Magnús Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar