Dómaraskandall...?

Þá er búið að skipa nýjan dómara hjá mér. Eins og fólk hefur líklega tekið eftir þá hefur þetta verið örlítið umdeilt. Hvers vegna?

1. Viðkomandi dómari er skyldur gömlum pólitíkus sem er að því sagt er ennþá með nokkuð góð ítök. Spilling??
Spilling í einhverri mynd er líklega það sem mörgum dettur í hug. Ef þetta væri í Zimbabwe mundi enginn efast um að þetta væri ekkert nema spilling, á Kúpu væri þetta eðlilegur hluti af stjórnarháttum (sem þykja yfirleitt ekki mjög lýðræðislegir). Er það sama í gangi hér?

2. Hva, hann hlýtur að vera hæfur, hann má ekki gjalda fyrir hver pabbi er.
Já, hann er hæfur. Það voru 3 sem þóttu hæfastir í áliti nefndarinnar sem fjallar um þetta samkvæmt lögum. En... þessi var ekki einn af þessum þremur heldur tveimur flokkum neðar... hmm.. skoða lið eitt betur kannski?

3. En það er ráðherra sem ræður....
Já, svo er víst. Var ekki nefndin sett inn samt til þess að hæfasti maður yrði ráðinn í hvert sinn? Verst hvað það var lítið farið í þessi lög í líffræðinni...

4. Ráðherra segir að dómnefndin hafi ekki unnið sína vinnu nógu vel og að viðkomandi maður hafi verið hæfari en þeir 3 sem voru taldir hæfastir, og þeir sem komu næst á eftir....
Ef ég fæ í hendur álit sem mér finnst illa unnið í minni vinnu þá er vaninn að tala við viðkomandi og reyna að fá hlutina bætta eða skýrða betur, sérstaklega ef það er ekki beint á mínu sviði. Það er samt gott að ráðherra hafi lært meira í lögfræði en ég í líffræðinni (er hann ekki dýralæknir eða er það misminni?)

5. Ráðherra tók ákvörðun um val á dómara að vel ígrunduðu máli, það hlýtur að vera rétt.
Hann er fljótar að hugsa miðað við fréttir af tímasetningum. Hann er bara nokkra klukkutíma að fara yfir álit nefndarinnar og gögn umsækjanda og sér það strax þvílíkt bull þessi nefnd er með og hver er hæfastur.

6. Ég verð að passa mig að brjóta ekkert af mér til að sjá ekki hversu góður þessi dómari er Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband