29.4.2009 | 12:42
Björgun ? (með stóru ?)
Þetta hljómar barasta ágætlega svona við fyrstu sýn. EN...
Hverjir munu ráða ferðinni ef að álframleiðandi er kominn með svona mikið af jöklabréfum í sýnar hendur? Verður viðkomandi kominn með kverkatak á okkur þegar sú staða er komin upp?
Eigendur jöklabréfa fjármagni álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er verið að tala um að jöklabréfin verði gerð upp með þessum hætti og þar með úr sögunni. Ekki að afhenda álframleiðandanum þau, heldur að hann fái í staðinn skuldabréf í dollurum. Sem við getum svo borgað af með þeim tekjum sem við fáum af því að selja þeim rafmagn o.fl. í fyrirhugað álver. Burtséð frá umhverfissjónarmiðum gagnvart stóriðju, þá virðist þetta við fyrstu sýn vera prýðileg hugmynd frá efnahagslegu sjónarmiði. Betra samt að hafa allan vara á svo við kaupum ekki köttinn í sekknum með slíkum samningi.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 15:45
Eins og ég skildi þetta þá myndu álframleiðendur kaupa krónubréf (á dollara, evrur eða eitthvað annað) flytja þau heim og selja hér fyrir íslenskar krónur sem yrðu notaðar í framkvæmdirnar. Þar með kæmi fjármagnið heim án þess að íslenska ríkið þyrfti að punga út helling af gjaldeyri á móti sem færi úr landi. Ef ég skil þig rétt þá væri sama vandamál ennþá til staðar með að gjaldeyrir færi úr landi, bara í gegn um álframleiðendur í staðin fyrir marga aðra aðila.
Ef minn skilningur er réttur þá gæti þetta endað þannig að álframleiðandi væri kominn með helling af krónubréfum og setti okkur úrslitakosti; annað hvort verður byggt álver (ódýrt með lága skatta) og þið útvegið ódýrt rafmang eða við seljum öll krónubréfin og rústum því litla sem eftir er af krónunni...
En ég get vel verið að misskilja þetta allt saman.
Magnús Björnsson, 29.4.2009 kl. 16:37
Eins og vanalega er ekkert verið að hafa mikið fyrir því að upplýsa okkur um hvað er á seyði...
Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 23:50
Eins og sveppir er okkur haldið í myrkri og mötuð á skít. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.