Mismunandi hvað er fréttnæmt

Ég rak augun í þessa frétt um ákveðna skýrslu sem var að koma út. Fyrirsögnin hér á mbl.is er "Norðurlandabúar telja uppruna matar mikilvægan" en frétt um sömu skýrslu hjá visir.is hefur fyrirsögnina "Íslenskir neytendur áhugalausir um mannréttindi og umhverfissjónarmið". Það var í raun fréttin af visir.is sem varð til þess að ég las fréttina á mbl.is og sá að það var í raun verið að fjalla um sömu skýrslu. Af hverju ætli þessi munur á áherslum fréttanna sé?

Annars finnst mér innihald fréttarinnar af visir.is áhugaverðari. Þegar ég var í námi í Svíþjóð þá var mikið af vörum sem voru merktar umhverfisvænar og/eða vistvænt ræktaðar. Það var einnig mikið af vörum sem voru merktar "fair trade", þ.e. að vinnuafl fær sómasamleg laun og ekki er farið illa með það. Þessar vörur voru ekki áberandi dýrari en aðrar vörur. Hérna heima þarf maður aftur að leita að þessum vörum í búðinni og "fair trade" er eitthvað sem er varla til. Verðmunirinn á þessum vörum og þeim sem eru "hefðbundnar" er líka talsvert meiri en úti í Svíþjóð. Hérna heima flokkast þetta sem sérviska að versla þessar vörur en úti í Svíþjóð þá er þetta bara venjulegt.


mbl.is Norðurlandabúar telja uppruna matar mikilvægan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband