Er álið málið????

Ef að maður tekur umhverfismálin út fyrir þetta dæmi núna þá má velta ákveðnum hlutum með fleiri álver fyrir sér og hversu góð þau séu til að redda okkur út úr vandanum sem við erum í núna.

  1. Álver verða ekki byggð á morgun eða næsta ári. Framleiðendur hafa ekki fjármagn umfram aðra (allir vita hversu erfitt er að nálgast það í dag) auk þess sem eftirspurn hefur minnkað og þar með þörf á nýjum álverum. Álversbyggingar geta líklega fyrst farið af stað um það leiti sem efnahagslífið fer að rétta úr kútnum, þar með talið hér á landi.
  2. Í dag er álútfluttningur um einn þriðji af útfluttningstekjum okkar íslendinga, rétt rúmlega það ef ég man rétt. Þegar búið er að byggja álver í Helguvík og á Húsavík verður þetta hlutfall mun meira, líklega yfir helmingur af tekjum okkar.

Þegar mögulegt verður að fara af stað í byggingu álvera, verður þá einhver þörf á slíkri innspýtingu lengur? Þetta er ekkert sem getur reddað okkur hér og nú. Viljum við verða svo háð álverunum sem allt stefnir í? Hvernig verður það þegar Alcoa verður komið með tvö risaálver á landinu og hafa þar með áhrif á kannski 1/4 af útfluttningstekjum okkar, verðum við ekki alveg undir hæl þeirra? Eða þegar Rio Tinto verður komið með álíka mikil áhrif? Er þetta virkilega það sem við viljum??

Umhverfismál eru síðan sér kafli sem ég ætla ekki að fara út í hér.


mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2009

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband