Jafnrétti á réttri leið

Ég renndi í gegn um bloggin mín og sá að þau voru á heildina litið frekar mikið nöldur út af hinu og þessu (ekki allt samt). Ég hóf því leit að einhverju sem ég gæti verið jákvæður út af Smile

Eftir mikla leit sá ég að það er kanski ekki af ástæðulausu sem lítið er af "jákvæðni" hérna hjá mér. Fréttirnar eru frekar lítið jákvæðar.

Titillinn á þessari var þú mjög jákvæður en þegar fréttin er skoðuð sést að konur eru samt innan við 20% af þingmönnum. Þetta hlýtur þó að vera á réttri leið, þetta er meira en er að meðaltali á evrópsku þingunum, þeim fer fjölgandi í Frakklandi og um helmingur ráðherra er kvenkyns. Það eru því nægar ástæður til að segja að þetta sé jákvætt.

SmileSmileSmileSmileSmileSmileSmile


mbl.is Aldrei fleiri konur á franska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu margir eru í raun sekir?

Maður kemst ekki hjá því að velta þessu fyrir sér þegar maður sér að hverjum "fanganum" af fætur öðrum er sleppt lausum úr ekki-fangabúðunum í Guantanamo. Þessir fjórir Yemenar eru búnir að dúsa þarna inni utan lagar og réttar í nokkur ár og þurft að þola meðferð sem er kölluð pynting hjá flestum, nema Bandaríkjamönnum (ok, sumir eru líklega verri). Ástæðurnar fyrir því að aumingjans mennirnir hafa þurft að dúsa þarna eru greinilega ekki nógu góðar til þess að fara með þá fyrir "dómstól", sem er samt sérhannaður til þess að "dæma" þessa menn utan allra laga.....

Ég kalla þetta ekki-fangabúðir þar sem þetta eru í raun ekki fangar þarna. Þeir eru ekki þarna eins og hverjir aðrir glæpamenn né heldur sem stríðsfangar þannig að þetta geta ekki verið fangar enda fá þeir yfirleitt réttarhöld og refsingu samkvæmt því.


mbl.is Fjórir Jemenar látnir lausir í Guantánamo fangabúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt ef rétt er

Já, það er heldur betur sorglegt er þetta er rétt hjá Framtíðarlandinu. Landsvirkjun neitar þessu að sjálfsögðu og segja að þetta sé allt mjög arðbært en þar sem það er engin leið að fá uppgefið verð á raforkunni þá getur Landsvirkjun engan veginn sannfært fólk, þar á meðal mig.

Sé litið til þess að það þarf að flytja hráefni langar leiðir til landsins og síðan afurðirnar aftur langar leiðir frá landinu, það að vinnuafl hér sé síður en svo ódýrt á heimsmælikvarða þá hlýtur það að vera rafmagnsverðir sem dregur álframleiðendur hingað. Ef raforkan er svo ódýr að það vinnur upp dýrt vinnuafl og mikinn flutningskostnað þá hlýtur maður að spyrja sig hvort við hin séum nokkuð að borga með þessu öllu saman með því að niðurgreiða rafmagnið? Það að Landsvirkjun segir að svo sé ekki er ekki sannfærandi í mín eyru, ekki á meðan enginn fær að vita hvað rafmagnið til ALCOA kostar.


mbl.is Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Júní 2007
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband