29.4.2009 | 12:42
Björgun ? (með stóru ?)
Þetta hljómar barasta ágætlega svona við fyrstu sýn. EN...
Hverjir munu ráða ferðinni ef að álframleiðandi er kominn með svona mikið af jöklabréfum í sýnar hendur? Verður viðkomandi kominn með kverkatak á okkur þegar sú staða er komin upp?
![]() |
Eigendur jöklabréfa fjármagni álver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2009 | 13:18
Er álið málið????
Ef að maður tekur umhverfismálin út fyrir þetta dæmi núna þá má velta ákveðnum hlutum með fleiri álver fyrir sér og hversu góð þau séu til að redda okkur út úr vandanum sem við erum í núna.
- Álver verða ekki byggð á morgun eða næsta ári. Framleiðendur hafa ekki fjármagn umfram aðra (allir vita hversu erfitt er að nálgast það í dag) auk þess sem eftirspurn hefur minnkað og þar með þörf á nýjum álverum. Álversbyggingar geta líklega fyrst farið af stað um það leiti sem efnahagslífið fer að rétta úr kútnum, þar með talið hér á landi.
- Í dag er álútfluttningur um einn þriðji af útfluttningstekjum okkar íslendinga, rétt rúmlega það ef ég man rétt. Þegar búið er að byggja álver í Helguvík og á Húsavík verður þetta hlutfall mun meira, líklega yfir helmingur af tekjum okkar.
Þegar mögulegt verður að fara af stað í byggingu álvera, verður þá einhver þörf á slíkri innspýtingu lengur? Þetta er ekkert sem getur reddað okkur hér og nú. Viljum við verða svo háð álverunum sem allt stefnir í? Hvernig verður það þegar Alcoa verður komið með tvö risaálver á landinu og hafa þar með áhrif á kannski 1/4 af útfluttningstekjum okkar, verðum við ekki alveg undir hæl þeirra? Eða þegar Rio Tinto verður komið með álíka mikil áhrif? Er þetta virkilega það sem við viljum??
Umhverfismál eru síðan sér kafli sem ég ætla ekki að fara út í hér.
![]() |
Álið leysir vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2009 | 10:25
já já..
Sumir eru þverari en andskotinn, eða jafnvel handbendi hans mundu sumir segja. Big Dick Cheney vill frekar vísa í skýrslurnar sem sýna "árangur" þessara "yfirheyrsluaðferða" sem eru ekkert annað en pyntingar. Hann, eins og sumri aðrir, eru ekki að fatta það að upplýsingar og viðurkenningar á glæpum fengnar með þessum hætti eru gangslausar með öllu. Það er hægt að fá menn til að játa hvað sem er þegar þeir gefast upp, sem allir gera á endanum. Ef þeir væru spurðir um hvort þeir hefðu skotið Kennedy og sökkt Titanic mundu þeir svara játandi.
Ég er að vísu sammála því að það ætti að birta yfirheyrsluskýrslurnar sem Big Dick vill birta. Ef þær eru sannar og réttar þá ætti að sjást þar svart á hvítu hversu lélegar og ósannar upplýsingar koma upp úr föngunum. Hef að vísu grun um að þessar skýrslur séu ekki sannar og réttar, að ónýtu upplýsingarnar og annað sem gæti dregið úr "gildi" upplýsinganna hafi verið tekið út.
![]() |
Cheney: Mistök að birta yfirheyrsluskýrslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.4.2009 | 10:24
Undanþága frá hverju?
Það hefur tíðkast hjá okkur íslendingum að fá undanþágur vegna "sér-íslenskra aðstæðna". Í þessari frétt virðist sem Flugráð vilji sækja um undanþágu frá tilskipun Evrópubandalagsins (heitir það ekki Evrópusamband í dag annars?) þó svo að þessar sömu aðstæður eiga við alstaðar, og eru því ekki sér-íslenskar.
En hvað er það í þessu tilfelli sem er verið að reyna að fá undanþágu frá? Er það vegna losunarheimildar CO2 eða til að þurfa ekki að safna reynslu til að eiga möguleika á undanþágu? Miðað við fréttina þá er stutt í að menn þurfa að fara að safna þessari reynslu vegna reglna um losunarheimildir (takmarkanir eða gjald á CO2) sem taka gildi síðar (veit ekki hvenær en 2012 kemur einhverra hluta vegna strax upp í hugann).
Vilja menn losna við að safna þessari reynslu og upplýsingum? Eru þessar upplýsingar ekki einmitt grunnurinn að því kerfi sem kemur í kjölfarið og ráða því hvort við fáum undanþágu á einhvern hátt?
ps.
Þar sem ég hef skammast yfir illa skrifuðum fréttum þá ákvað ég aðeins að lagfæra textann hjá mér. Ég vona að hann hafi eitthvað skánað.
![]() |
Brýnt að fá undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Magnús Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar