"Samt kusu þau alltaf helvítis íhaldið.."

Eitthvað á þessa leið hljómuðu orð eldri konu í sjónvarpsþætti um braggahverfin fyrir nokkrum árum. Þarna var að mig minnir búið að fjalla um fólkið í þessum hverfum og aðbúnað þeirra. Eitthvað hafði gengið hægt að fá hlutina færða til betri vegar að mati konunnar og var nokkuð augljóst hvar hún taldi að flöskuhálsinn væri. Þess vegna átti hún erfitt með að skilja að fólkið í braggahverfunum væri að kjósa íhaldið, sem hún átti greinilega stóran þátt í slæmu ástandi (að hennar mati amk).

Fyrir nokkrum árum ræddi ég við jafnaldra mína um pólitík og kosningar. Sumir þeirra sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn og þegar ég spurði af hverju þá virtist megin ástæðan vera sú að allt sem mátti flokkast eitthvað til vinstri væri mjög slæmt, gamla kommagrýlan virkaði greinilega ennþá. Þessir aðilar eru nú aðeins eldri og þroskaðri og hafa aðrar ástæður fyrir sínu vali í dag. Þó þeir kjósi eitthvað sem ég er ekki hrifinn af þá hafa þeir þó betri ástæðu heldur en að þeir séu hræddir við eitthvað sem er "vinstri" og kjósa því rétt (að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu hlýtur að vera að kjósa rétt).

Áróður stjórnarflokkanna litast í dag svolítið af þessari gömlu "kommagrýlu", það mun fylgja stöðnun og heimurinn (eða landið að minnsta kosti) fara til helvítis ef núverandi stjórnarandstaða vinnur kosningarnar. Á sama tíma bylur yfir okkur "heilaþvottur" í auglýsingum sjónvarpsins. Innihald þeirra hljómar að vísu vel verður að segjast. Eins og einn kunningi minn sagði að ef hann hefði minnsta grun um að viðkomandi flokkur mundi standa við þó ekki væri nema hluta af kosningarloforðunum þá mundi sá flokkur fá atkvæðið. Það nýjasta er að þessi flokkur lofar að útrýma biðlistum hjá eldra fólki (sem hefur ekki tekist undanfarin ár hjá þessum sama flokki) og það sem betra er, hann lofar ókeypis tannlækningum fyrir fólk undir 18 ára aldri, sem var líka eitt af aðal loforðunum fyrir fjórum árum.

Núna er það spennandi að sjá hvort auglýsingaflóðið virkar jafn vel og síðast (þegar formaðurinn lærði að brosa, meira að segja að brosa eins og Clinton) og hvort fólk óttist heimsendi ef stjórnarandstaðan vinnur eða hvort fólk sé tilbúið til að breyta til, slá á þensluna og reyna aðrar leiðir en álver til að keyra þjóðfélagið áfram. Er kominn tími á breytingar eða vill fólk "status quo"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Umhverfisvæn endurnýting kosningaloforða?

Haraldur Rafn Ingvason, 4.5.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Magnús Björnsson

Hmm... ég hafði ekki hugsað út í þessa hlið

Magnús Björnsson, 8.5.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband