Eistland - Rússland

Í litlu þorpi í Eistlandi fyrir tveimur árum rak ég augun í minnisvarða. Þegar við fórum að skoða hann nánar komust við að því að þetta var þriðja útgáfa af minnisvarðanum, Sovétmenn höfðu sprengt hann tvisvar upp. Þessi minnisvarði og saga þessa smábæjar er lýsandi fyrir rót þeirra átaka sem núna eiga sér stað í Tallinn. 

Eistland á sér merkilega sögu. Svæðið er búið að vera undir yfirráðum Svíja, Dana, Pólverja, Þjóðverja og Rússa síðustu aldirnar. Eistland verður ekki til fyrr en snemma í síðustu öld og var ekki gamalt þegar það var innlimað aftur í Sovétríkin. Eistlendingar háðu vopnaða baráttu við Sovétmenn og höfðu betur 1918. Eistland var síðan innlimað aftur í Sovétríkin 1940 en var undir þýsku hernámi í stríðinu. Eftir stríð varð Eistland enn eina ferðina hluti af Sovétríkjunum.

Fyrrnefndur minnisvarði var reistur til minningar um íbúa bæjarins sem féllu í baráttunni við Sovétmenn í kring um 1918. Eftir að Sovétmenn náðu aftur völdum var minnisvarðinn sprengdur upp í fyrsta skipti. Í seinni heimstyrðjöldinni var landið hersetið af þjóðverjum og var minnisvarðinn endurreistur, með fleiri nöfnum bæjarbúa sem höfðu fallið í baráttunni gegn Sovétríkjunum. Eftir stríð var minnisvarðinn sprengdur upp í annað sinn af Sovétmönnum og það er því þriðja útgáfan sem núna stendur þarna en hún var reist eftir að Sovétríkin leystust upp.

Annað merkilegt við þennan litla bæ var minjasafnið. Þar var þessi saga rakin ásamt því sem meðferð á bæjarbúum undir yfirráðum Sovétríkjanna var lýst. Þarna voru lýsingar á því hvernig fjölskyldur voru leystar upp og fólk flutt hingað og þangað um Sovétríkin, allt frá Kákasus til Síberíu. Þeir sem lentu í pólitískum hreinsunum virtust ekki vera stór hluti af þessum hóp heldur höfðu flestir verið fluttir á búgarða og í verksmiðjur hingað og þangað. Þarna voru listar yfir þessar fjölskyldur og hvert stór hluti þeirra hafði verið fluttur og örlög þeirra. Það mátti líka sjá að fólk hafði það í sjálfu sér ekki svo slæmt á þessum tímum, þ.e. þeir sem fengu að búa áfram í þorpinu og sveitinni í kring.

Á sama hátt og Eistlendingar voru fluttir hingað og þangað var fólk annars staðar frá flutt til Eistlands. Flestir voru þetta Rússar sem að auki nutu ákveðinna forréttinda. Rússar eru síður en svo hátt skrifaðir hjá Eistlendingum í dag og skal engan undra miðað við söguna. Rússar eru samt stór hluti af þjóðinni og þeir vilja alls ekki að litið sé á þá sem annars- eða þriðjaflokks þegna enda margir fæddir og uppaldir í Eistlandi. Ofan á þetta bætist síðan að velmegun virðist minnka í réttu hlutfalli við fjölda Rússa á hverju svæði, sem og glæpatíðnin.

Minnisvarðinn sem óeirðirnar snúast núna um (og fleira undirliggjandi) er dæmi um þá togstreitu sem þarna er. Minnisvarðinn er til minningar um þá hermenn sem féllu í baráttunni við nasista í síðari heimstyrðjöldinn en Eistar litu á Þjóðverja sem hetjur sem frelsuðu þá frá Sovétríkjunum. Það er því eðlilegt að Eistlendingar vilji losna við hann og eins er það eðlilegt að Rússar telji það vera lítilsvirðingu við sig að það sé gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Björnsson

Hmmm... þetta átti að vera tengt við frétt en eftir að ég reyndi að leiðrétta textann þá datt það út.. smá klúður....

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1266873 

Magnús Björnsson, 28.4.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband