Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Látum verkin tala..

Það er greinilega það sem Ísraelar gera þarna, þeir sýna vel vilja sinn til að koma á friði á svæði. Er ekki líka eitthvað í alþjóðalögum um notkun á hernumdum svæðum? Stendur ekki eitthvað um það að hernámsþjóð megi ekki byggja á hernumdum svæðum? Það getur verið að ég fari rangt með svo sem.......
mbl.is Ný gyðingabyggð á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólöglegir bardagamenn?

Ein af megin rökum Bush og félaga fyrir því að "fangar" í Guantanamo séu ekki stríðsfangar og njóti því ekki réttinda sem slíkir er að þeir séu ekki hermenn heldur sé um óvinveitta bardagamenn að ræða. Óvinveittir bardagamenn voru endurskilgreindir eins og margt annað í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í stað þess að vera óvinahermenn voru þetta orðnir bardagamenn "frá mörgum löndum, án einkennisbúninga sem nota óhefðbundin vopn" (hvað er óhefðbundið annars, bílasprengja eða hátækni leiserstýrð eldflaug?).

Núna sleppa "verktakar" Bandaríkjastjórnar í Írak við að vera ákærðir en ég sé samt ekki mikinn mun á þessum "verktökum" og óvinveittu bardagamönnunum sem sitja í búrum á Kúpu (mismunandi málstaður að vísu). Þessir menn eru ekki í einkennisbúningum, koma frá mörgum löndum og þetta með óhefðbundu vopnin er spurning (þeir sem sitja í Guantanamo notuðu líklega sömu vopn þegar ráðist var á Afganistan).

Horfði á þátt í sjónvarpinu í gær þar sem var verið að lýsa uppreisn Talibanskra fanga í virki í norðanverðu Afganistan. Þar sáust meðal annars myndir af vopnuðum CIA mönnum, óeinkennisklæddum, og bandarískum sérsveitarmönnum, sem voru ekki í einkennisbúningi heldur í álíka sambræðingi og fangarnir. Þarna voru notuð vopn sem mætti kalla óhefðbundin, m.a. 2000 punda sprengju sem var varpað á virkið og var stýrt með leisermiði (rataði ekki í mark og drap nokkra hermenn Norðurbandalagsins og særði breska og bandaríska hermenn).

Núna eru Bandaríkjamenn búnir að setja línurnar fyrir þessa menn, það ætti að vera hægt að handtaka þá, pína þá (svona létt) og halda þeim einangruðum utan laga og reglu. Eða hvað?

 

(Eftirfarandi er tekið af Wikipedia)

  1. ^ Detention of Enemy Combatants Act (Introduced in House) 109th CONGRESS 1st Session H. R. 1076March 3, 2005

  2. (8) The term 'enemy combatant' has historically referred to all of the citizens of a state with which the Nation is at war, and who are members of the armed force of that enemy state. Enemy combatants in the present conflict, however, come from many nations, wear no uniforms, and use unconventional weapons. Enemy combatants in the war on terrorism are not defined by simple, readily apparent criteria, such as citizenship or military uniform. And the power to name a citizen as an 'enemy combatant' is therefore extraordinarily broad. (Emphasis added)

 


mbl.is Öryggisverðir Blackwater njóta friðhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu margir eru í raun sekir?

Maður kemst ekki hjá því að velta þessu fyrir sér þegar maður sér að hverjum "fanganum" af fætur öðrum er sleppt lausum úr ekki-fangabúðunum í Guantanamo. Þessir fjórir Yemenar eru búnir að dúsa þarna inni utan lagar og réttar í nokkur ár og þurft að þola meðferð sem er kölluð pynting hjá flestum, nema Bandaríkjamönnum (ok, sumir eru líklega verri). Ástæðurnar fyrir því að aumingjans mennirnir hafa þurft að dúsa þarna eru greinilega ekki nógu góðar til þess að fara með þá fyrir "dómstól", sem er samt sérhannaður til þess að "dæma" þessa menn utan allra laga.....

Ég kalla þetta ekki-fangabúðir þar sem þetta eru í raun ekki fangar þarna. Þeir eru ekki þarna eins og hverjir aðrir glæpamenn né heldur sem stríðsfangar þannig að þetta geta ekki verið fangar enda fá þeir yfirleitt réttarhöld og refsingu samkvæmt því.


mbl.is Fjórir Jemenar látnir lausir í Guantánamo fangabúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt ef rétt er

Já, það er heldur betur sorglegt er þetta er rétt hjá Framtíðarlandinu. Landsvirkjun neitar þessu að sjálfsögðu og segja að þetta sé allt mjög arðbært en þar sem það er engin leið að fá uppgefið verð á raforkunni þá getur Landsvirkjun engan veginn sannfært fólk, þar á meðal mig.

Sé litið til þess að það þarf að flytja hráefni langar leiðir til landsins og síðan afurðirnar aftur langar leiðir frá landinu, það að vinnuafl hér sé síður en svo ódýrt á heimsmælikvarða þá hlýtur það að vera rafmagnsverðir sem dregur álframleiðendur hingað. Ef raforkan er svo ódýr að það vinnur upp dýrt vinnuafl og mikinn flutningskostnað þá hlýtur maður að spyrja sig hvort við hin séum nokkuð að borga með þessu öllu saman með því að niðurgreiða rafmagnið? Það að Landsvirkjun segir að svo sé ekki er ekki sannfærandi í mín eyru, ekki á meðan enginn fær að vita hvað rafmagnið til ALCOA kostar.


mbl.is Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmm....

Hérna má sjá hluta af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Það vantar þarna hluti eins og t.d. vatnalögin, sem var samið um að tækju ekki gildi fyrr en eftir kosningar þannig að það væri hægt að kjósa um það, njósnafrumvarpið svokallaða og fleira.

Ég er sammála þeirri hugmynd sem var viðruð í Kastljósinu í gær að banna ætti ætti skoðanakannanir í viku fyrir kosningar, helst vildi ég fá bann á auglýsingar líka. Ég held að þetta geti haft áhrif á skoðanir sumra. Þó Agnes hafi sagt að fólk væri ekki svo vitlaust þá held ég að fylgisaukning Framsóknar í kjölfar mikillar auglýsingarherferðar sýni því miður að hún hafi rangt fyrir sér.

Ég var í Indónesíu fyrir tíu árum, á síðasta sprettinum hjá Suharto (man ekki stafsetninguna). Þar fékk hver flokkur einn dag til þess að vera með fundi og kröfugöngur (eins gott fyrir mann að muna hvaða merki maður átti að gefa þann dag) og viku fyrir kosningar var allt bannað eins og það lagði sig. Það var nú að vísu ekki til þess að forða fólki frá þessari óáran sem bylur á manni þessa dagana heldur til þess að forðast óeirðir (hugsanlega kom þetta líka "réttum" flokki vel). Það veitti ekki ef þessu, við lentum í einni svona göngu og loftið var mjög rafmagnað og daginn sem við fórum frá Jakarta urðu óeirðir vegna kosninganna sem kostuðu að mig minnir átta manns lífið.

Annars ætti maður að vera að ræða Eurovision núna en miðað við stutt stopp á fréttunum þá eru ca. milljón blogg komin nú þegar þannig að ég ætla að geyma það til betri tíma Devil


Eistland - Rússland

Í litlu þorpi í Eistlandi fyrir tveimur árum rak ég augun í minnisvarða. Þegar við fórum að skoða hann nánar komust við að því að þetta var þriðja útgáfa af minnisvarðanum, Sovétmenn höfðu sprengt hann tvisvar upp. Þessi minnisvarði og saga þessa smábæjar er lýsandi fyrir rót þeirra átaka sem núna eiga sér stað í Tallinn. 

Eistland á sér merkilega sögu. Svæðið er búið að vera undir yfirráðum Svíja, Dana, Pólverja, Þjóðverja og Rússa síðustu aldirnar. Eistland verður ekki til fyrr en snemma í síðustu öld og var ekki gamalt þegar það var innlimað aftur í Sovétríkin. Eistlendingar háðu vopnaða baráttu við Sovétmenn og höfðu betur 1918. Eistland var síðan innlimað aftur í Sovétríkin 1940 en var undir þýsku hernámi í stríðinu. Eftir stríð varð Eistland enn eina ferðina hluti af Sovétríkjunum.

Fyrrnefndur minnisvarði var reistur til minningar um íbúa bæjarins sem féllu í baráttunni við Sovétmenn í kring um 1918. Eftir að Sovétmenn náðu aftur völdum var minnisvarðinn sprengdur upp í fyrsta skipti. Í seinni heimstyrðjöldinni var landið hersetið af þjóðverjum og var minnisvarðinn endurreistur, með fleiri nöfnum bæjarbúa sem höfðu fallið í baráttunni gegn Sovétríkjunum. Eftir stríð var minnisvarðinn sprengdur upp í annað sinn af Sovétmönnum og það er því þriðja útgáfan sem núna stendur þarna en hún var reist eftir að Sovétríkin leystust upp.

Annað merkilegt við þennan litla bæ var minjasafnið. Þar var þessi saga rakin ásamt því sem meðferð á bæjarbúum undir yfirráðum Sovétríkjanna var lýst. Þarna voru lýsingar á því hvernig fjölskyldur voru leystar upp og fólk flutt hingað og þangað um Sovétríkin, allt frá Kákasus til Síberíu. Þeir sem lentu í pólitískum hreinsunum virtust ekki vera stór hluti af þessum hóp heldur höfðu flestir verið fluttir á búgarða og í verksmiðjur hingað og þangað. Þarna voru listar yfir þessar fjölskyldur og hvert stór hluti þeirra hafði verið fluttur og örlög þeirra. Það mátti líka sjá að fólk hafði það í sjálfu sér ekki svo slæmt á þessum tímum, þ.e. þeir sem fengu að búa áfram í þorpinu og sveitinni í kring.

Á sama hátt og Eistlendingar voru fluttir hingað og þangað var fólk annars staðar frá flutt til Eistlands. Flestir voru þetta Rússar sem að auki nutu ákveðinna forréttinda. Rússar eru síður en svo hátt skrifaðir hjá Eistlendingum í dag og skal engan undra miðað við söguna. Rússar eru samt stór hluti af þjóðinni og þeir vilja alls ekki að litið sé á þá sem annars- eða þriðjaflokks þegna enda margir fæddir og uppaldir í Eistlandi. Ofan á þetta bætist síðan að velmegun virðist minnka í réttu hlutfalli við fjölda Rússa á hverju svæði, sem og glæpatíðnin.

Minnisvarðinn sem óeirðirnar snúast núna um (og fleira undirliggjandi) er dæmi um þá togstreitu sem þarna er. Minnisvarðinn er til minningar um þá hermenn sem féllu í baráttunni við nasista í síðari heimstyrðjöldinn en Eistar litu á Þjóðverja sem hetjur sem frelsuðu þá frá Sovétríkjunum. Það er því eðlilegt að Eistlendingar vilji losna við hann og eins er það eðlilegt að Rússar telji það vera lítilsvirðingu við sig að það sé gert.


Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband