Hmm...

Nú hef ég ekki lesið fréttina sjálfa úr Aftonbladet en geri ráð fyrir að einhverjir aðrir hafi verið duglegri en ég í þeim efnum. Var fréttin bara um meinta sölu líffæra úr Palestínumönnum eða var eitthvað annað í umfjölluninni sem fór fyrir brjóstið á Ísraelum, og sumum Ítölum?

Annars er ég stuðningsmaður málfrelsis og ritfrelsis og tel að ekki eigi að takmarka það.


mbl.is Ítalir vilja að ESB fordæmi Aftonbladet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega alltaf svona með Ísraelsmenn, ef eitthvað er sagt um þá sem þeim fellur ekki við, þá er það gyðingahatur.  Þvílíkt bull.  Greinin var um stríðsglæp, ekki trúarhatur.

Jón (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 11:45

2 identicon

Ísraelsmenn hafa hingað til getað hagað sér nákvæmlega eins og þeim sýnist.  Ráðist á óbreytta borgara.  Rekið fólk út af heimilium sínum og tekið þau eignarnámi.  Gert loftárásir hingað og þangað en um leið og eitthvað beinist gegn þeim þá er fjandinn laus.  Þeir halda greinilega að þeir séu heilagir.

Palli (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 12:12

3 identicon

Sammála Jóni að greinin var um hermenn sem selja líffæri úr fórnalömbum, ekki trúarhatur.

Kári B Hjaltalín (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 12:24

4 Smámynd: Magnús Björnsson

Eins og ég hef skilið fréttir af greininni þá fjallar hún einmitt um það sem þið segið, þ.e. að hermenn hefðu tekið líffæri úr fórnarlömbum átaka og selt, sem flokkast líklega sem stríðsglæpur. Það vildi svo til að umræddir hermenn voru ísraelskir og þar af leiðandi nokkuð líklega gyðingar.

Það má vel vera að þessar sögur og fullyrðingar viðmælenda blaðsins séu upplognar, en alvarlegar eru þær. Það er ekkert sem gefur til kinna að þessar ásakanir verði eða hafi verið rannsakaðar heldur er hrópað gyðingahatur út af þeim.

En aftur tek ég fram að ég hef ekki lesið greinina þannig að það getur verið að eitthvað í henni megi flokka sem gyðingahatur. En ef það er ekkert nema þessar ásakanir þá finnst mér það lélegt og ómerkilegt að saka menn um gyðingahatur og krefast aðgerða. Umfjöllun um glæpi hefur ekkert með gyðingahatur að gera.

Magnús Björnsson, 31.8.2009 kl. 12:50

5 identicon

Nú voru thetta ÍTALIR sem vilja ad ESB fordaemi Aftonbladet. Vaeri ekki edlilegt ad their sem hér skrifa beini reidi sinni og vandlaetingu ad theim?

S.H. (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 13:53

6 Smámynd: Magnús Björnsson

Ég ætlaði nú að stinga því að en það komst ekki af hugmyndastigi. Aftur á móti eru það Ísraelsmenn með ráðherra í broddi fylkingar sem hafa látið hæst út af þessu. Sendiherra Svíþjóðar í Ísrael fór reyndar líka út fyrir sitt svið með því að gagnrýna þetta og núna ítalskur ráðherra.

Hvort sem það séu Ísraelsmenn eða Ítalir sem standa upp og hrópa gyðingahatur vegna ásakana um glæpi þá er það mjög lélegt. Það að koma fram með ásakanir um glæpi gagnvart ísraelskum hermönnum er ekki jafngilt því að hata gyðinga, langt frá því. Glæpur er glæpur og hvorki ég, þú, gyðingur eða páfinn höfum rétt á að fremja þá.

Magnús Björnsson, 31.8.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband