Merkilegar umræður

Það er mjög merkilegt að lesa þær umræður sem eru út af þessari frétt. Stórum hluta þeirra sem hafa skrifað eitthvað út af henni finnst allt í lagi að svindla á kerfinu. Og ekki nóg með það heldur nota þeir þá afsökun að þetta sé allt í lagi af því að aðrir hafi svindlað miklu meira.

Er þetta ekki mjög svo tvöfalt siðferði? Af því að XX svindlaði þá má ég líka svindla. Er þetta ekki það sama og að segja að af því að ég svindla þá er allt í lagi að XX svindli líka? Skiptir nokkru máli hvort svindlið sé stórt eða lítið?

En þar sem margir eru að svindla, stórt eða smátt, þá sit ég sjálfur í súpunni. Ég þarf bæði að borga stóra svindlið hjá XX og líka það sem er verið að svindla með olíunni. Og fólki finnst það bara allt í lagi.

Svona að lokum. Er í lagi að drepa mann af því að Hitler og Stalín drápu miklu miklu fleiri??


mbl.is Milljónasvindl með litaða olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessari athugasemd - og góð samlíking við Hitler og Stalín. Kv. Jón Þ. notandi disel á fólksbíl.

Jón Þ. (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 15:01

2 identicon

Kæri Magnús...

 Það er verið að taka okkur Íslendinga þessa daganna í. kann ekki við að klára þessa setningu hér. Og þú talar um að þjóðin sé að svindla á fullu og vilt eflaust setja reglugerðarfargan sem kostar þvílíkt vesen, tíma og peninga í stað þess að einfaldlega treysta fólki og gera ráð fyrir að það séu alltaf einhverjir sem fari ekki eftir þessu. Þrátt fyrir reglugerðarfarganið sem þú virðist svo hrifinn af á þetta ekkert eftir að hætta. Já og svo er ekki hægt að byggja á þessum tölum vegna þess að vinnuvélar taka ekkert alltaf yfir 100 ltr, traktorsgröfur, brúsar, þjöppur, ljósavélar, og listinn heldur áfram. Ég sé ekki fyrir mér beltagröfu með 500ltr tank a.m.k stoppa á bensínstöð, fylla hana og fá sér pulsu og kók. Já og þú talar um að skattarnir fari í vegina að fullu. Það þykir mér ólíklegt. 

Rúnar (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Magnús Björnsson

Mér finnst Rúnar vera setja mér orð í munn með skrifum sínum. 

Hvort reglurnar séu réttlátar eða ranglátar hef ég ekkert sagt um. En reglur eru reglur og hvort sem maður sé ánægður með þær eða ekki þarf maður að fara eftir þeim (það segir mamma).

Eins sagði ég ekki orð um þær ástæður sem eru gefnar upp fyrir því að mönnum þykir ástæða til að skoða þessi mál, veit vel að það er fullt af tækjum sem eru með minna en 100 lítra tanka og taka litaða olíu. Ég veit líka að einhverjir (margir eða fáir) setja litaða olíu á bílana sína og eru með því að koma sér undan að borga gjöld sem ég borga með mínu bensíni.

Ég hef heldur ekkert sagt um að skattarnir fari að fullu í vegi eins og þeir áttu upphaflega að gera. Ég er að vísu sammála þér um að mér þykir það ólíklegt.

En það er samt engin afsökun fyrir því að brjóta einhver lög og reglur af því að aðrir hafa gert það miklu meira, eins og ansi margir hafa skrifað í tengslum við þessa frétt.

Og Þetta með að setja reglugerðafargan í stað þess að treysta fólki, var fólki ekki einmitt treyst í tengslum við banka, tryggingarfélög o.s.frv? Hefði ekki þurft "reglugerðafargan" þar, eða a.m.k. betri og skýrari reglur?

Magnús Björnsson, 13.7.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband