19.3.2009 | 14:01
Enn um fréttaflutning...
Ég hef kvartað yfir lélegum fréttaflutningi á vefmiðlum áður og fer þetta að verða að föstum lið í nöldurhorninu. Í þessari frétt stendur "Ofbeldið kom upp þegar stúdentar mótmæltu...." sem verður líklega ekki talið til góðrar íslensku. Ég er ekki neinn sérstakur áhugamaður um íslenskt málfar enda ekki mannanna bestur endilega í þeim efnum. Sumt bara stingur svo í stúf að ég get ekki orða bundist.
Ég verð að vísu að viðurkenna að ég sé alveg hvað liggur á bak við þetta hjá höfundi fréttarinnar, eða þýðanda réttarasagt. Stundum þá geta einfaldar þýðingar staðið alveg þvert í mönnum eins og ég held að hljóti að vera málið hér. Stundum borgar sig að setja hlutina til hliðar í nokkrar mínútur og lesa síðan aftur yfir og eins hefði maður haldið að einhver ritstjóri læsi textann yfir áður en hann er birtur. Að minnsta kosti ættu fleiri en einn að lesa áður en þetta er sett út á netið á meðan nokkrar mínútur til eða frá í birtingu skipta ekki máli.
Tugir slasast í átökum nema og lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Um bloggið
Magnús Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.