31.5.2007 | 22:50
Sjálfbær þróun?
Þó ég sé umhverfisverndarsinni og vill frekar láta náttúruna njóta vafans þá er ég ósammála þessari niðurstöðu Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ástæðan? Það er jú ekki verið að tala um mikinn fjölda og ekki af stofnum sem eru í útrýmingarhættu. Svo lengi sem veiðunum er stjórnað á sjálfbæran hátt get ég ómögulega séð að nokkur rök séu fyrir því að stunda þær ekki. Alþjóða hvalveiðiráðið er því miður fyrir löngu orðið að Alþjóða? hvalverndunarsamtökunum.
Samtökin eru að grafa undan sjálfum sér hægt og rólega því á endanum munu þær þjóðir sem vilja veiða hval hætta að slást þarna og veiða hvalinn. Líklega mun hver þjóð stjórna veiðunum en er það öruggt að svo verði og hversu góð verður sú stjórnun? Ég held því að ráðið ætti að snúa við blaðinu og setja strangar reglur um hvalveiðar, hvað má veiða, hvar, hversu mikið, aðferðir o.s.frv. Þetta er svona álíka gáfulegt og að Skotvís (Skotveiðifélag Íslands) hefði barist gegn því að rjúpuveiðar yrðu leyfðar aftur um ókomin ár, óháð því hvort stofninn hefði stækkað eða ekki.
Síðan vegur líka svolítið í skoðunum mínum að hvalkjöt er svo désskoti gott
Ályktun um að hvalveiðibann sé enn nauðsynlegt samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.