31.5.2007 | 22:38
Kraftaverk eða pólitík?
Miðað við orð eins höfuðandstæðing umhverfismála þá geta kraftaverk gerst, nema að eitthvað annað búi að baki sem ég trúi því miður alveg upp á karlinn. Eitt af hans fyrstu verkum sem forseti var að draga Bandaríkin út úr mögulegri aðild að Kyoto sáttmálanum. Hann hefur lengi lagt stein í götu þeirra landa sinna sem hafa reynt að bæta umhverfismál, ekki bara varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Hann og fylgismenn hans (eða er það öfugt?) hafa reynt að halda því fram beint og óbeint að gróðurhúsaáhrifin séu ekkert vandamál (kannski af því að fylgismenn hans tengjast olíu- og orkugeiranum örlítið?).
Miðað við þessa frétt er hann að skipta um skoðun og kominn tími til. Hvað hann hefur gert til þess að ýta undir þróun í umhverfisvænni átt hef ég alveg misst af, það hefur verið einkaátakið og staðbundin stjórnvöld sem hafa verið þarna í fararbroddi, með aðstoð og að ákveðnu leiti vegna þrýsting frá umhverfisverndarsamtökum. Núna bíða yfirvöld í Kaliforníu í ofvæni eftir því hvort slegið verði á puttana á þeim vegna reglna sem þeir hafa sett um orkunýtingu bíla eftir nokkur ár. Fleiri ríki bíða líka eftir úrskurðinum því þeim fer fjölgandi sem vilja setja slíkar reglur. Miðað við fréttir gera menn frekar ráð fyrir því að það verði slegið á puttana á þeim, frekar fast.
En þetta gæti líka verið pólitískt útspil hjá karlinum. Það er nokkuð ljóst að losun gróðurhúsalofttegunda verðu stórt umræðuefni á G-8 fundinum og Bandaríkin hafa verið í hlutverki vonda karlsins í þeim efnum hingað til.
En, batnandi mönnum er best að lifa
Bush vill ræða ný markmið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnús, bandarískir pólitíkusar gera aldrei neitt nema þeir telji sig annaðhvort fá atkvæði í næstu kosningum, eða í tilviki bush, að þá vill hann láta minnast sín fyrir eitthvað annað en írak.
hvort verður bush mynst fyrir ræðu um að minka gróðurhúsalosun eða íraks????
eða ????
Bush veldið á eftir að þjást í framtíðinni, ekki aðeins bush forsetinn. stríðið í írak kemur til með að færa okkur 100000 sinnum fleiri menn, en þá tólf sem flugu á mekka kapitalismans WTC árið 2001. það sem verst er við þetta allt saman, að bush og aðrir stjórnmálamenn í bandaríkjunum vita vel hvað þeir hafa gert. þeir þyrftu ekki nema að hringja í einhvern sérfræðing í miðausturlöndum til að fá það staðfest. einnig þyrftu þeir ekki nema að hringja í einhver sérfræðing um þessi mál til að fá að vita hvernig þeir geta breitt ástandinu. en sannleykurinn er ekki sterkasta hlið Bush og hans manna. þannig að þeir kjósa að fá ekki upplýsingar frá sérfræðingum um málefni mið austurlanda.
þetta er val sem bandaríkin völdu sjálf. við fáum svo að kynnast því á næstu 50 árum hversu illa þessir menn í hvíta húsinu fóru með okkur.
el-Toro, 31.5.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.