13.7.2009 | 14:51
Merkilegar umræður
Það er mjög merkilegt að lesa þær umræður sem eru út af þessari frétt. Stórum hluta þeirra sem hafa skrifað eitthvað út af henni finnst allt í lagi að svindla á kerfinu. Og ekki nóg með það heldur nota þeir þá afsökun að þetta sé allt í lagi af því að aðrir hafi svindlað miklu meira.
Er þetta ekki mjög svo tvöfalt siðferði? Af því að XX svindlaði þá má ég líka svindla. Er þetta ekki það sama og að segja að af því að ég svindla þá er allt í lagi að XX svindli líka? Skiptir nokkru máli hvort svindlið sé stórt eða lítið?
En þar sem margir eru að svindla, stórt eða smátt, þá sit ég sjálfur í súpunni. Ég þarf bæði að borga stóra svindlið hjá XX og líka það sem er verið að svindla með olíunni. Og fólki finnst það bara allt í lagi.
Svona að lokum. Er í lagi að drepa mann af því að Hitler og Stalín drápu miklu miklu fleiri??
![]() |
Milljónasvindl með litaða olíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 13. júlí 2009
Um bloggið
Magnús Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar