14.6.2007 | 00:27
Sorglegt ef rétt er
Já, það er heldur betur sorglegt er þetta er rétt hjá Framtíðarlandinu. Landsvirkjun neitar þessu að sjálfsögðu og segja að þetta sé allt mjög arðbært en þar sem það er engin leið að fá uppgefið verð á raforkunni þá getur Landsvirkjun engan veginn sannfært fólk, þar á meðal mig.
Sé litið til þess að það þarf að flytja hráefni langar leiðir til landsins og síðan afurðirnar aftur langar leiðir frá landinu, það að vinnuafl hér sé síður en svo ódýrt á heimsmælikvarða þá hlýtur það að vera rafmagnsverðir sem dregur álframleiðendur hingað. Ef raforkan er svo ódýr að það vinnur upp dýrt vinnuafl og mikinn flutningskostnað þá hlýtur maður að spyrja sig hvort við hin séum nokkuð að borga með þessu öllu saman með því að niðurgreiða rafmagnið? Það að Landsvirkjun segir að svo sé ekki er ekki sannfærandi í mín eyru, ekki á meðan enginn fær að vita hvað rafmagnið til ALCOA kostar.
![]() |
Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 14. júní 2007
Um bloggið
Magnús Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar