Sjálfbær þróun?

Þó ég sé umhverfisverndarsinni og vill frekar láta náttúruna njóta vafans þá er ég ósammála þessari niðurstöðu Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ástæðan? Það er jú ekki verið að tala um mikinn fjölda og ekki af stofnum sem eru í útrýmingarhættu. Svo lengi sem veiðunum er stjórnað á sjálfbæran hátt get ég ómögulega séð að nokkur rök séu fyrir því að stunda þær ekki. Alþjóða hvalveiðiráðið er því miður fyrir löngu orðið að Alþjóða? hvalverndunarsamtökunum.

Samtökin eru að grafa undan sjálfum sér hægt og rólega því á endanum munu þær þjóðir sem vilja veiða hval hætta að slást þarna og veiða hvalinn. Líklega mun hver þjóð stjórna veiðunum en er það öruggt að svo verði og hversu góð verður sú stjórnun? Ég held því að ráðið ætti að snúa við blaðinu og setja strangar reglur um hvalveiðar, hvað má veiða, hvar, hversu mikið, aðferðir o.s.frv. Þetta er svona álíka gáfulegt og að Skotvís (Skotveiðifélag Íslands) hefði barist gegn því að rjúpuveiðar yrðu leyfðar aftur um ókomin ár, óháð því hvort stofninn hefði stækkað eða ekki.

Síðan vegur líka svolítið í skoðunum mínum að hvalkjöt er svo désskoti gott Smile


mbl.is Ályktun um að hvalveiðibann sé enn nauðsynlegt samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftaverk eða pólitík?

Miðað við orð eins höfuðandstæðing umhverfismála þá geta kraftaverk gerst, nema að eitthvað annað búi að baki sem ég trúi því miður alveg upp á karlinn. Eitt af hans fyrstu verkum sem forseti var að draga Bandaríkin út úr mögulegri aðild að Kyoto sáttmálanum. Hann hefur lengi lagt stein í götu þeirra landa sinna sem hafa reynt að bæta umhverfismál, ekki bara varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Hann og fylgismenn hans (eða er það öfugt?) hafa reynt að halda því fram beint og óbeint að gróðurhúsaáhrifin séu ekkert vandamál (kannski af því að fylgismenn hans tengjast olíu- og orkugeiranum örlítið?).

Miðað við þessa frétt er hann að skipta um skoðun og kominn tími til. Hvað hann hefur gert til þess að ýta undir þróun í umhverfisvænni átt hef ég alveg misst af, það hefur verið einkaátakið og staðbundin stjórnvöld sem hafa verið þarna í fararbroddi, með aðstoð og að ákveðnu leiti vegna þrýsting frá umhverfisverndarsamtökum. Núna bíða yfirvöld í Kaliforníu í ofvæni eftir því hvort slegið verði á puttana á þeim vegna reglna sem þeir hafa sett um orkunýtingu bíla eftir nokkur ár. Fleiri ríki bíða líka eftir úrskurðinum því þeim fer fjölgandi sem vilja setja slíkar reglur. Miðað við fréttir gera menn frekar ráð fyrir því að það verði slegið á puttana á þeim, frekar fast.

En þetta gæti líka verið pólitískt útspil hjá karlinum. Það er nokkuð ljóst að losun gróðurhúsalofttegunda verðu stórt umræðuefni á G-8 fundinum og Bandaríkin hafa verið í hlutverki vonda karlsins í þeim efnum hingað til.

En, batnandi mönnum er best að lifa Halo


mbl.is Bush vill ræða ný markmið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2007

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband