Hmmm....

Hérna má sjá hluta af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Það vantar þarna hluti eins og t.d. vatnalögin, sem var samið um að tækju ekki gildi fyrr en eftir kosningar þannig að það væri hægt að kjósa um það, njósnafrumvarpið svokallaða og fleira.

Ég er sammála þeirri hugmynd sem var viðruð í Kastljósinu í gær að banna ætti ætti skoðanakannanir í viku fyrir kosningar, helst vildi ég fá bann á auglýsingar líka. Ég held að þetta geti haft áhrif á skoðanir sumra. Þó Agnes hafi sagt að fólk væri ekki svo vitlaust þá held ég að fylgisaukning Framsóknar í kjölfar mikillar auglýsingarherferðar sýni því miður að hún hafi rangt fyrir sér.

Ég var í Indónesíu fyrir tíu árum, á síðasta sprettinum hjá Suharto (man ekki stafsetninguna). Þar fékk hver flokkur einn dag til þess að vera með fundi og kröfugöngur (eins gott fyrir mann að muna hvaða merki maður átti að gefa þann dag) og viku fyrir kosningar var allt bannað eins og það lagði sig. Það var nú að vísu ekki til þess að forða fólki frá þessari óáran sem bylur á manni þessa dagana heldur til þess að forðast óeirðir (hugsanlega kom þetta líka "réttum" flokki vel). Það veitti ekki ef þessu, við lentum í einni svona göngu og loftið var mjög rafmagnað og daginn sem við fórum frá Jakarta urðu óeirðir vegna kosninganna sem kostuðu að mig minnir átta manns lífið.

Annars ætti maður að vera að ræða Eurovision núna en miðað við stutt stopp á fréttunum þá eru ca. milljón blogg komin nú þegar þannig að ég ætla að geyma það til betri tíma Devil


Bloggfærslur 10. maí 2007

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband