Færsluflokkur: Umhverfismál
1.4.2009 | 10:24
Undanþága frá hverju?
Það hefur tíðkast hjá okkur íslendingum að fá undanþágur vegna "sér-íslenskra aðstæðna". Í þessari frétt virðist sem Flugráð vilji sækja um undanþágu frá tilskipun Evrópubandalagsins (heitir það ekki Evrópusamband í dag annars?) þó svo að þessar sömu aðstæður eiga við alstaðar, og eru því ekki sér-íslenskar.
En hvað er það í þessu tilfelli sem er verið að reyna að fá undanþágu frá? Er það vegna losunarheimildar CO2 eða til að þurfa ekki að safna reynslu til að eiga möguleika á undanþágu? Miðað við fréttina þá er stutt í að menn þurfa að fara að safna þessari reynslu vegna reglna um losunarheimildir (takmarkanir eða gjald á CO2) sem taka gildi síðar (veit ekki hvenær en 2012 kemur einhverra hluta vegna strax upp í hugann).
Vilja menn losna við að safna þessari reynslu og upplýsingum? Eru þessar upplýsingar ekki einmitt grunnurinn að því kerfi sem kemur í kjölfarið og ráða því hvort við fáum undanþágu á einhvern hátt?
ps.
Þar sem ég hef skammast yfir illa skrifuðum fréttum þá ákvað ég aðeins að lagfæra textann hjá mér. Ég vona að hann hafi eitthvað skánað.
![]() |
Brýnt að fá undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 13:18
Fyrsta græna...?
Þetta er athygliverð frétt og hljómar barasta ekki svo illa. En hvað er átt við með að þetta sé fyrsta græna kapalverksmiðja heimsins? Er það orkan sem fer í framleiðsluna? Ég held að það sé alveg góður möguleiki á því að einhversstaðar séu svona kaplar framleiddir með endurnýjanlegri orku þannig en ekki er hægt að útiloka að allar heimsins kapalverksmiðjur noti rafmagn framleitt með jarðefnaeldsneyti.
Er það eitthvað annað í framleiðslunni? Ef svo er þá væri forvitnilegt að fá að vita hvað það er, svona ef það á að selja manni það að þetta sé græn framleiðsla.
Annars hljómar svona verksmiðja ekkert illa svona í fljótu bragði.
![]() |
Vilja reisa fyrstu grænu kapalverksmiðju heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar