Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Í fréttum er þetta ... helst?

Ég hef nú ekki legið yfir fréttum undanfarið en hef ekki sloppið við þær heldur. En mér er spurn hvort sá sem skrifaði þessa frétt hafi bara lesið moggann um helgina en náð að sleppa betur en ég við allar aðrar fréttir?

Miðað við það sem ég man úr fréttum síðustu daga um þetta mál (set samt fyrirvara um eigið minni) þá er þessi frétt annað hvort illa unnin eða ætluð sem áróður gegn ríkisstjórninni. Eftir mikla leit fannst umrædd skýrsla (sem Davíð sagði að væri frá OECD) og var þá bent á að menn höfðu ekki lesið nógu langt. Ef kerfishrun yrði eins og varð hér þá væri jú innistæðutryggingasjóður líklega ekki ábyrgur (enda langt frá því að vera nógu stór) heldur væri ábyrgðin á seðlabankanum, FME og ríkinu. Þetta kemur reyndar fram í fréttinni (sá það ekki við fyrsta yfirlestur) en í S&S fyrir neðan er þetta túlkað þannig að ekki þurfi að borga neitt umfram það sem sjóðurinn stendur undir. Ég er kannski sá eini sem finnst vera mótsögn á milli S&S og textans:

"Í skýrslunni segir raunar að reglum Evrópusambandsins um innstæðutryggingar, sem Íslendingar innleiddu á grundvelli EES-samningsins, sé alls ekki ætlað að eiga við kerfislægt bankahrun. Innstæðutryggingakerfið hafi heldur ekki burði til slíks. Til þess þurfi að beita öðrum aðgerðum, sem hljóti að falla inn á verksvið annarra hluta „öryggisnetsins“, svo sem seðlabanka eða stjórnvalda viðkomandi ríkis."

Í S&S kemur þetta líka fram: "Íslensk stjórnvöld hafa hafnað dómstólaleiðinni en óljóst er af hverju „við“ ættum að borga." en ef ég man rétt þá vildu Bretar ekki fara með málið fyrir neinn dómstól eða gerðardóm og menn hafa enn í dag ekki fundið hvaða dómstóll ætti að fjalla um málið.


mbl.is Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um fyrstu grænu...?

Þetta er nánast sama fréttin og í gær nema hér er ekki minnst á að þetta sé fyrsta græna kapalverksmiðja heimsins. Hvað varð um þetta græna?

Fréttin frá því í gær


mbl.is Vilja reisa hér kapalverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um fréttaflutning...

Ég hef kvartað yfir lélegum fréttaflutningi á vefmiðlum áður og fer þetta að verða að föstum lið í nöldurhorninu. Í þessari frétt stendur "Ofbeldið kom upp þegar stúdentar mótmæltu...." sem verður líklega ekki talið til góðrar íslensku. Ég er ekki neinn sérstakur áhugamaður um íslenskt málfar enda ekki mannanna bestur endilega í þeim efnum. Sumt bara stingur svo í stúf að ég get ekki orða bundist.

Ég verð að vísu að viðurkenna að ég sé alveg hvað liggur á bak við þetta hjá höfundi fréttarinnar, eða þýðanda réttarasagt. Stundum þá geta einfaldar þýðingar staðið alveg þvert í mönnum eins og ég held að hljóti að vera málið hér. Stundum borgar sig að setja hlutina til hliðar í nokkrar mínútur og lesa síðan aftur yfir og eins hefði maður haldið að einhver ritstjóri læsi textann yfir áður en hann er birtur. Að minnsta kosti ættu fleiri en einn að lesa áður en þetta er sett út á netið á meðan nokkrar mínútur til eða frá í birtingu skipta ekki máli.


mbl.is Tugir slasast í átökum nema og lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær ætli það verði svo virkt???

Smá skot á fréttaflutninginn. Fréttin kemur á netið þegar g-mail er búið að vera óvirkt í nokkurn tíma og rétt á eftir kemst það í lag. Síðan er liðnir að verða ... hvað 5 tímar? Og engin frétt, hvorki ný né viðbót við þessa frétt er komin um það.

mbl.is - fyrstir með fréttirnar Wink


mbl.is Gmail þjónustan liggur niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband