Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
6.11.2007 | 16:22
Dráp í lagi en ekki klám....
Ég hef lengi haldið því fram að Bandaríkjamenn og stríðið þeirra sé fáránlegt. Eins hef ég aldrei getað skilið hvað þeir eru á móti beru holdi okkar mannanna á sama tíma og blóð og dráp virðist vera í góðu lagi. Ég rakst á þessa frétt á öðrum fréttavef sem sýnir akkúrat þetta. Þarna er búið að planta mönnum í herstöðvar, jafnvel eru þeir staddir í stríði þar sem þú gætir farið heim í kassa á morgun. Þessum mönnum eru afhent vopn og þjálfaðir í notkun þeirra til að drepa (eða verða drepnir) en aumingjans mennirnir hafa ekki mátt skoða bert hold í saklausum tímaritum eins og Playboy og Penthouse (fyrr en núna).
Sem betur fer eru þó ekki allir Bandaríkjamenn sammála þessu eins og kemur fram í lok fréttarinnar.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Magnús Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar