Sorglegt ef rétt er

Já, það er heldur betur sorglegt er þetta er rétt hjá Framtíðarlandinu. Landsvirkjun neitar þessu að sjálfsögðu og segja að þetta sé allt mjög arðbært en þar sem það er engin leið að fá uppgefið verð á raforkunni þá getur Landsvirkjun engan veginn sannfært fólk, þar á meðal mig.

Sé litið til þess að það þarf að flytja hráefni langar leiðir til landsins og síðan afurðirnar aftur langar leiðir frá landinu, það að vinnuafl hér sé síður en svo ódýrt á heimsmælikvarða þá hlýtur það að vera rafmagnsverðir sem dregur álframleiðendur hingað. Ef raforkan er svo ódýr að það vinnur upp dýrt vinnuafl og mikinn flutningskostnað þá hlýtur maður að spyrja sig hvort við hin séum nokkuð að borga með þessu öllu saman með því að niðurgreiða rafmagnið? Það að Landsvirkjun segir að svo sé ekki er ekki sannfærandi í mín eyru, ekki á meðan enginn fær að vita hvað rafmagnið til ALCOA kostar.


mbl.is Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbær þróun?

Þó ég sé umhverfisverndarsinni og vill frekar láta náttúruna njóta vafans þá er ég ósammála þessari niðurstöðu Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ástæðan? Það er jú ekki verið að tala um mikinn fjölda og ekki af stofnum sem eru í útrýmingarhættu. Svo lengi sem veiðunum er stjórnað á sjálfbæran hátt get ég ómögulega séð að nokkur rök séu fyrir því að stunda þær ekki. Alþjóða hvalveiðiráðið er því miður fyrir löngu orðið að Alþjóða? hvalverndunarsamtökunum.

Samtökin eru að grafa undan sjálfum sér hægt og rólega því á endanum munu þær þjóðir sem vilja veiða hval hætta að slást þarna og veiða hvalinn. Líklega mun hver þjóð stjórna veiðunum en er það öruggt að svo verði og hversu góð verður sú stjórnun? Ég held því að ráðið ætti að snúa við blaðinu og setja strangar reglur um hvalveiðar, hvað má veiða, hvar, hversu mikið, aðferðir o.s.frv. Þetta er svona álíka gáfulegt og að Skotvís (Skotveiðifélag Íslands) hefði barist gegn því að rjúpuveiðar yrðu leyfðar aftur um ókomin ár, óháð því hvort stofninn hefði stækkað eða ekki.

Síðan vegur líka svolítið í skoðunum mínum að hvalkjöt er svo désskoti gott Smile


mbl.is Ályktun um að hvalveiðibann sé enn nauðsynlegt samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftaverk eða pólitík?

Miðað við orð eins höfuðandstæðing umhverfismála þá geta kraftaverk gerst, nema að eitthvað annað búi að baki sem ég trúi því miður alveg upp á karlinn. Eitt af hans fyrstu verkum sem forseti var að draga Bandaríkin út úr mögulegri aðild að Kyoto sáttmálanum. Hann hefur lengi lagt stein í götu þeirra landa sinna sem hafa reynt að bæta umhverfismál, ekki bara varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Hann og fylgismenn hans (eða er það öfugt?) hafa reynt að halda því fram beint og óbeint að gróðurhúsaáhrifin séu ekkert vandamál (kannski af því að fylgismenn hans tengjast olíu- og orkugeiranum örlítið?).

Miðað við þessa frétt er hann að skipta um skoðun og kominn tími til. Hvað hann hefur gert til þess að ýta undir þróun í umhverfisvænni átt hef ég alveg misst af, það hefur verið einkaátakið og staðbundin stjórnvöld sem hafa verið þarna í fararbroddi, með aðstoð og að ákveðnu leiti vegna þrýsting frá umhverfisverndarsamtökum. Núna bíða yfirvöld í Kaliforníu í ofvæni eftir því hvort slegið verði á puttana á þeim vegna reglna sem þeir hafa sett um orkunýtingu bíla eftir nokkur ár. Fleiri ríki bíða líka eftir úrskurðinum því þeim fer fjölgandi sem vilja setja slíkar reglur. Miðað við fréttir gera menn frekar ráð fyrir því að það verði slegið á puttana á þeim, frekar fast.

En þetta gæti líka verið pólitískt útspil hjá karlinum. Það er nokkuð ljóst að losun gróðurhúsalofttegunda verðu stórt umræðuefni á G-8 fundinum og Bandaríkin hafa verið í hlutverki vonda karlsins í þeim efnum hingað til.

En, batnandi mönnum er best að lifa Halo


mbl.is Bush vill ræða ný markmið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins...

Mikið verður gott að geta farið út án þess að reykja 1 pakka á klukkutíma, óbeint. Einhversstaðar sá ég að Írar hafi brugðist allt öðruvísi við en Skotinn gerir miðað við það sem Kormákur segir. Þar drógst aðsókn að vísu saman í byrjun en í dag er aðsókn meiri en áður. Þeir sem ekki reyktu (fer sem betur fer sífellt fjölgandi) fóru að koma á pöbbana en áður sátu þeir heima. Þeir sem reykja fara líka ennþá á pöbbana, kanski ekki jafn mikið en þeir hætta því ekki. Á heildina litið er sem sagt meira að gera á pöbbunum en áður og gestir (og starfsmenn) líður betur.

Ég gæti að vísu bara verið að bulla eða dreyma.......


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

365....

Rak augun í þessa tölu, þetta er fjöldi heildarheimsókna á þetta blog mitt. Manni dettur ýmislegt annað í hug en fjöldi heimsókna á svona "bull" síðu t.d. fjöldi daga í ári eða ákveðinn fjölmiðlarisi. Annars var þetta fyrst og fremst fín ástæða til þess að láta vita að ég sé enn á lífi......Wizard

Hmmm....

Hérna má sjá hluta af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Það vantar þarna hluti eins og t.d. vatnalögin, sem var samið um að tækju ekki gildi fyrr en eftir kosningar þannig að það væri hægt að kjósa um það, njósnafrumvarpið svokallaða og fleira.

Ég er sammála þeirri hugmynd sem var viðruð í Kastljósinu í gær að banna ætti ætti skoðanakannanir í viku fyrir kosningar, helst vildi ég fá bann á auglýsingar líka. Ég held að þetta geti haft áhrif á skoðanir sumra. Þó Agnes hafi sagt að fólk væri ekki svo vitlaust þá held ég að fylgisaukning Framsóknar í kjölfar mikillar auglýsingarherferðar sýni því miður að hún hafi rangt fyrir sér.

Ég var í Indónesíu fyrir tíu árum, á síðasta sprettinum hjá Suharto (man ekki stafsetninguna). Þar fékk hver flokkur einn dag til þess að vera með fundi og kröfugöngur (eins gott fyrir mann að muna hvaða merki maður átti að gefa þann dag) og viku fyrir kosningar var allt bannað eins og það lagði sig. Það var nú að vísu ekki til þess að forða fólki frá þessari óáran sem bylur á manni þessa dagana heldur til þess að forðast óeirðir (hugsanlega kom þetta líka "réttum" flokki vel). Það veitti ekki ef þessu, við lentum í einni svona göngu og loftið var mjög rafmagnað og daginn sem við fórum frá Jakarta urðu óeirðir vegna kosninganna sem kostuðu að mig minnir átta manns lífið.

Annars ætti maður að vera að ræða Eurovision núna en miðað við stutt stopp á fréttunum þá eru ca. milljón blogg komin nú þegar þannig að ég ætla að geyma það til betri tíma Devil


Erfið ákvörðun?

Rakst á þessa síðu, gæti komið að notum fyrir þá sem vita ekki hvað á að kjósa á laugardaginn. Ég prófaði þetta og niðurstaðan var bara nokkuð í samræði við þá niðurstöðu sem hef komist að. Hvort það sé rétt eða röng niðurstaða þori ég ekki að segja, ég fylgi samt eigin sannfæringu (sem ég hef sagt að hljóti að vera rétt).

Púki......

Ég horfði á stjórnmálamenn í sjónvarpinu áðan, í fyrsta skiptið. Eftir það settist ég niður og skrifaði smá bull um umhverfismál og stefnu flokkanna í þeim ásamt smá hugrenningum. Þegar ég ákvað að prófa þennan nýja púka ýtti ég vitlausan tengil þannig að heimasíða þessa ágæta forrits birtist í aðalglugganum. Ég fór auðvitað í snarhasti til baka og viti menn, allt bullið var horfið Crying.

Minns var frekar ókátur og ákvað að sleppa því að tjá mig um þetta málefni, í bili. Líklega var bullið bara svona mikið að örlögin gripu í taumana? Hver veit.

ps. afrita textann núna áður en ég prófa púkann aftur....

pss. þetta gekk miklu betur núna Smile


Mismunandi hvað er fréttnæmt

Ég rak augun í þessa frétt um ákveðna skýrslu sem var að koma út. Fyrirsögnin hér á mbl.is er "Norðurlandabúar telja uppruna matar mikilvægan" en frétt um sömu skýrslu hjá visir.is hefur fyrirsögnina "Íslenskir neytendur áhugalausir um mannréttindi og umhverfissjónarmið". Það var í raun fréttin af visir.is sem varð til þess að ég las fréttina á mbl.is og sá að það var í raun verið að fjalla um sömu skýrslu. Af hverju ætli þessi munur á áherslum fréttanna sé?

Annars finnst mér innihald fréttarinnar af visir.is áhugaverðari. Þegar ég var í námi í Svíþjóð þá var mikið af vörum sem voru merktar umhverfisvænar og/eða vistvænt ræktaðar. Það var einnig mikið af vörum sem voru merktar "fair trade", þ.e. að vinnuafl fær sómasamleg laun og ekki er farið illa með það. Þessar vörur voru ekki áberandi dýrari en aðrar vörur. Hérna heima þarf maður aftur að leita að þessum vörum í búðinni og "fair trade" er eitthvað sem er varla til. Verðmunirinn á þessum vörum og þeim sem eru "hefðbundnar" er líka talsvert meiri en úti í Svíþjóð. Hérna heima flokkast þetta sem sérviska að versla þessar vörur en úti í Svíþjóð þá er þetta bara venjulegt.


mbl.is Norðurlandabúar telja uppruna matar mikilvægan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Samt kusu þau alltaf helvítis íhaldið.."

Eitthvað á þessa leið hljómuðu orð eldri konu í sjónvarpsþætti um braggahverfin fyrir nokkrum árum. Þarna var að mig minnir búið að fjalla um fólkið í þessum hverfum og aðbúnað þeirra. Eitthvað hafði gengið hægt að fá hlutina færða til betri vegar að mati konunnar og var nokkuð augljóst hvar hún taldi að flöskuhálsinn væri. Þess vegna átti hún erfitt með að skilja að fólkið í braggahverfunum væri að kjósa íhaldið, sem hún átti greinilega stóran þátt í slæmu ástandi (að hennar mati amk).

Fyrir nokkrum árum ræddi ég við jafnaldra mína um pólitík og kosningar. Sumir þeirra sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn og þegar ég spurði af hverju þá virtist megin ástæðan vera sú að allt sem mátti flokkast eitthvað til vinstri væri mjög slæmt, gamla kommagrýlan virkaði greinilega ennþá. Þessir aðilar eru nú aðeins eldri og þroskaðri og hafa aðrar ástæður fyrir sínu vali í dag. Þó þeir kjósi eitthvað sem ég er ekki hrifinn af þá hafa þeir þó betri ástæðu heldur en að þeir séu hræddir við eitthvað sem er "vinstri" og kjósa því rétt (að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu hlýtur að vera að kjósa rétt).

Áróður stjórnarflokkanna litast í dag svolítið af þessari gömlu "kommagrýlu", það mun fylgja stöðnun og heimurinn (eða landið að minnsta kosti) fara til helvítis ef núverandi stjórnarandstaða vinnur kosningarnar. Á sama tíma bylur yfir okkur "heilaþvottur" í auglýsingum sjónvarpsins. Innihald þeirra hljómar að vísu vel verður að segjast. Eins og einn kunningi minn sagði að ef hann hefði minnsta grun um að viðkomandi flokkur mundi standa við þó ekki væri nema hluta af kosningarloforðunum þá mundi sá flokkur fá atkvæðið. Það nýjasta er að þessi flokkur lofar að útrýma biðlistum hjá eldra fólki (sem hefur ekki tekist undanfarin ár hjá þessum sama flokki) og það sem betra er, hann lofar ókeypis tannlækningum fyrir fólk undir 18 ára aldri, sem var líka eitt af aðal loforðunum fyrir fjórum árum.

Núna er það spennandi að sjá hvort auglýsingaflóðið virkar jafn vel og síðast (þegar formaðurinn lærði að brosa, meira að segja að brosa eins og Clinton) og hvort fólk óttist heimsendi ef stjórnarandstaðan vinnur eða hvort fólk sé tilbúið til að breyta til, slá á þensluna og reyna aðrar leiðir en álver til að keyra þjóðfélagið áfram. Er kominn tími á breytingar eða vill fólk "status quo"?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 161

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband