Ólöglegir bardagamenn?

Ein af megin rökum Bush og félaga fyrir því að "fangar" í Guantanamo séu ekki stríðsfangar og njóti því ekki réttinda sem slíkir er að þeir séu ekki hermenn heldur sé um óvinveitta bardagamenn að ræða. Óvinveittir bardagamenn voru endurskilgreindir eins og margt annað í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í stað þess að vera óvinahermenn voru þetta orðnir bardagamenn "frá mörgum löndum, án einkennisbúninga sem nota óhefðbundin vopn" (hvað er óhefðbundið annars, bílasprengja eða hátækni leiserstýrð eldflaug?).

Núna sleppa "verktakar" Bandaríkjastjórnar í Írak við að vera ákærðir en ég sé samt ekki mikinn mun á þessum "verktökum" og óvinveittu bardagamönnunum sem sitja í búrum á Kúpu (mismunandi málstaður að vísu). Þessir menn eru ekki í einkennisbúningum, koma frá mörgum löndum og þetta með óhefðbundu vopnin er spurning (þeir sem sitja í Guantanamo notuðu líklega sömu vopn þegar ráðist var á Afganistan).

Horfði á þátt í sjónvarpinu í gær þar sem var verið að lýsa uppreisn Talibanskra fanga í virki í norðanverðu Afganistan. Þar sáust meðal annars myndir af vopnuðum CIA mönnum, óeinkennisklæddum, og bandarískum sérsveitarmönnum, sem voru ekki í einkennisbúningi heldur í álíka sambræðingi og fangarnir. Þarna voru notuð vopn sem mætti kalla óhefðbundin, m.a. 2000 punda sprengju sem var varpað á virkið og var stýrt með leisermiði (rataði ekki í mark og drap nokkra hermenn Norðurbandalagsins og særði breska og bandaríska hermenn).

Núna eru Bandaríkjamenn búnir að setja línurnar fyrir þessa menn, það ætti að vera hægt að handtaka þá, pína þá (svona létt) og halda þeim einangruðum utan laga og reglu. Eða hvað?

 

(Eftirfarandi er tekið af Wikipedia)

  1. ^ Detention of Enemy Combatants Act (Introduced in House) 109th CONGRESS 1st Session H. R. 1076March 3, 2005

  2. (8) The term 'enemy combatant' has historically referred to all of the citizens of a state with which the Nation is at war, and who are members of the armed force of that enemy state. Enemy combatants in the present conflict, however, come from many nations, wear no uniforms, and use unconventional weapons. Enemy combatants in the war on terrorism are not defined by simple, readily apparent criteria, such as citizenship or military uniform. And the power to name a citizen as an 'enemy combatant' is therefore extraordinarily broad. (Emphasis added)

 


mbl.is Öryggisverðir Blackwater njóta friðhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Óvinveittir/ólöglegir bardamenn hafa löngum verið til trafala. Í grgn um tíðina hafa þeir hins vegar oft verið í hlutverki hetjunnar sem barist hefur gegn ofureflinu. Skipulögð andspyrna (t.d. víða í evrópu á árum seinni heimstyrjaldar) hefur oftast verið háð með svipuðum aðferðum, þ.e. skemmdarverkum, árásum úr launsátri, sprengjutilræðum og þess háttar. Allt eru þetta venjubundnar og þrautreyndar aðferðir við að þreyta andstæðing sem er of sterkur til að hægt sé að mæta honum á vígvelli og oft eru gerendur í líki almennra borgara þótt um þrautskipulagða hópa sé að ræða. 

Í þessu er ekkert nýtt.

Það sem hins vegar er uggvænlegt er hve fúsir menn hafa verið að leyfa gróf mannréttindabrot, afsökuð með stríði gegn hryðjuverkum. Þar er um að ræða gríðarlegt bakslag og er til skammar hve Evrópulönd hafa verið þar leiðitöm. 

Haraldur Rafn Ingvason, 30.10.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband