Í fréttum er þetta ... helst?

Ég hef nú ekki legið yfir fréttum undanfarið en hef ekki sloppið við þær heldur. En mér er spurn hvort sá sem skrifaði þessa frétt hafi bara lesið moggann um helgina en náð að sleppa betur en ég við allar aðrar fréttir?

Miðað við það sem ég man úr fréttum síðustu daga um þetta mál (set samt fyrirvara um eigið minni) þá er þessi frétt annað hvort illa unnin eða ætluð sem áróður gegn ríkisstjórninni. Eftir mikla leit fannst umrædd skýrsla (sem Davíð sagði að væri frá OECD) og var þá bent á að menn höfðu ekki lesið nógu langt. Ef kerfishrun yrði eins og varð hér þá væri jú innistæðutryggingasjóður líklega ekki ábyrgur (enda langt frá því að vera nógu stór) heldur væri ábyrgðin á seðlabankanum, FME og ríkinu. Þetta kemur reyndar fram í fréttinni (sá það ekki við fyrsta yfirlestur) en í S&S fyrir neðan er þetta túlkað þannig að ekki þurfi að borga neitt umfram það sem sjóðurinn stendur undir. Ég er kannski sá eini sem finnst vera mótsögn á milli S&S og textans:

"Í skýrslunni segir raunar að reglum Evrópusambandsins um innstæðutryggingar, sem Íslendingar innleiddu á grundvelli EES-samningsins, sé alls ekki ætlað að eiga við kerfislægt bankahrun. Innstæðutryggingakerfið hafi heldur ekki burði til slíks. Til þess þurfi að beita öðrum aðgerðum, sem hljóti að falla inn á verksvið annarra hluta „öryggisnetsins“, svo sem seðlabanka eða stjórnvalda viðkomandi ríkis."

Í S&S kemur þetta líka fram: "Íslensk stjórnvöld hafa hafnað dómstólaleiðinni en óljóst er af hverju „við“ ættum að borga." en ef ég man rétt þá vildu Bretar ekki fara með málið fyrir neinn dómstól eða gerðardóm og menn hafa enn í dag ekki fundið hvaða dómstóll ætti að fjalla um málið.


mbl.is Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Íslensk stjórnvöld hafa hingað til hafnað því að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla til að skera úr um hvort ábyrgðin skuli vera á þeirra herðum, m.a. á þeim forsendum að viðsemjendur, stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi, taki það ekki í mál

Þetta er tekið fram í fréttinni. En maður er nú orðinn þeirrar skoðunar að óvissan sem ríkir um þetta allt saman sé farin að réttlæta það að þetta verði sett fram sem dómsmál. Nú og ef tjallar og búar vilja það ekki, þá sé ég enga ástæðu til að borga þeim.

Ellert Júlíusson, 7.7.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Magnús Björnsson

Mikið rétt, mér hafði yfirsést þetta, líklega ekki lesið þetta nógu ýtarlega þar sem ég vill ekki saka neinn um að hafa editerað þetta eftir að ég las þetta fyrst.

En hitt er að miðað við S&S þá má ætla að íslensk stjórnvöld vilji fara með þetta fyrir dómstóla, að þau eigi sökina á að þetta fari ekki dómstólaleiðina. Verst er að þetta mun líklega aldrei fara fyrir dómstóla þar sem bankakerfi Evrópu (og jafnvel víðar) myndi líklega fara til fjandans við það. Miðað við allt þá sýnist manni að við sitjum í súpunni eftir sukkið og að erfitt verði að snúa sig út úr því. Það að "vinir" okkar miskunni sig yfir okkur virðist vera borin von eins og staðan er...

Magnús Björnsson, 7.7.2009 kl. 12:54

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Við ættum einmitt að nota þá staðreynd okkur í hag. Beita tjallana sömu kúgun og þeir beita okkur, semja eða við förum í stærstu PR herferð í sögu Evrópu þar sem að grimmd, óvægð, spilling, hræsni og aðrir góðir kostir breskra (og sumra Íslenskra) stjórnmálamanna eru hafðir í hávegi.

Einnig að benda á hvaða annarlegu hvatir liggja að baki þessu, ofurást fárra á gerspilltu bandalagi, græðgi og þjófslund nokkurra einstaklinga og að lokum má sýna hinn almenna borgara sem liggur í blóði sínu eftir þessar aðfarir. Þeir virðast vera fáir hérna sem eru í stjórnmálum sem átta sig á því að þeir þurfi mögulega að hafa frumkvæði að því að kynna málstaðinn erlendis.

Já ég er ekki sáttur.

Ellert Júlíusson, 7.7.2009 kl. 13:03

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Breytum Íslandi í eina stóra almannatenglastofu, nógu útbreidd er enskukunnátta þjóðarinnar og aðgangur að internetinu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.7.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Björnsson

Höfundur

Magnús Björnsson
Magnús Björnsson
Þetta er hugsað sem athvarf fyrir ruglingslegar hugsanir höfundar og almennt bull.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband